Spilakvöld fyrir fjölskyldur og fyrirtæki
Spilakvöld er frábær skemmtun fyrir vinahópa, vinnustaði, fjölskyldur og félaga. Spilavinir koma í heimsókn með helling af blöndu af fjölbreyttum og skemmtilegum spilum sem allir geta tekið þátt í. Skemmtileg samvera dregur fram það besta í öllum, og býr til minningar sem endast.
Ef þú ert að leita að bekkjarkvöldi, smelltu þá hér.
Spilakvöld fyrir allskonar stærðir af hópum
Spilavinir eru vanir að halda viðburði fyrir hópa af ýmsum stærðum og stýrt þeim við góðan orðstír. Að sjálfsögðu útvegum við spilin og nóg starfsfólk svo vel sé haldið utan um hópinn.
- Spilakvöld er hægt að panta frá kl. 17-23, og eru þau 2 klst. löng.
- Einnig er hægt að panta sérstaklega BarSvar (e. pub quiz) fyrir hópinn, og flóttaleik.
- Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar um spilakvöldin okkar.
Bóka spilakvöld
Hér að neðan getur þú bókað spilakvöld á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum svo samband til að fá fleiri upplýsingar.
Ef þú vilt panta spilakvöld utan höfuðborgarsvæðisins, sendu okkur tölvupóst.