Skoðað: 621

Bingóleiga

Er stórfjölskyldan að fara að koma í heimsókn? Ertu að skipuleggja bingó fyrir vinnuna eða skólann þinn? Þá er tilvalið að leigja bingóvél og margnota bingóspjöld hjá okkur.

Bingó er einfalt og skemmtilegt spil sem hægt er að spila með öllum aldurshópum. Það er hægt að halda langt og margslungið bingó, og það er hægt að halda einfalt og stutt bingó. Hvort sem þú tekur hvern dálk sérstaklega og spilar fyrst bara B, svo, og svo koll af kolli; eða tekur stórt X, L eða risastórt bingó, þá er það alltaf jafn gaman. Ekki gleyma standandi bingó sem er þannig að allir byrja standandi en setjast niður ef tala á þeirra spjaldi kemur upp. Þegar aðeins einn er standandi, þá er sigurvegarinn fundinn.

Ekki gleyma verðlaununum. Þú getur síað vörurnar á vefnum okkar eftir alls kyns hlutum, eins og t.d. verði. Viltu finna verðlaun undir 1.500 krónum? Ekkert mál. Smelltu hér til að sjá þau.

Tvær stærðir af bingóvél og margnota bingóspjöld

Við bjóðum upp á tvær stærðir af bingóvél. Venjulega bingóvél, sem hentar fyrir flest alla viðburði, og svo risastóra bingóvél sem hentar fyrir stærri svið. Venjulega bingóvélin er u.m.b. 22 cm í þvermál, og er u.þ.b. 33 cm samsett. Stóra vélin er 50 cm há og notar borðtenniskúlur. Báðar vélarnar eru með lituðum kúlum, svo auðvelt er að sortera kúlurnar fyrir hvern staf.

Bingóspjöldin okkar eru margnota með lokanlegum gluggum og eru leigð í 50 stk. pökkum.

Verð fyrir bingóleigu í einn sólarhring

  • Bingóvél: 2.500 kr.
  • Risastór bingóvél: 5.000 kr.
  • Bingóspjöld (50 í pakka): 3.000 kr.

Greitt er fyrir bingóleiguna þegar allt er sótt.

Það eina sem þú þarft að ákveða er: Viltu bingóvél (venjulega eða risastóra), hvað viltu mörg bingóspjöld og hvenær ætlar þú að halda næsta bingókvöld fyrir hópinn þinn?

Þegar bingó er bókað þurfum við að vita eftirfarandi:

  1. Hvenær er viðburðurinn?
  2. Hvað vantar þig mörg bingóspjöld (við leigjum þau í 50 stk. pökkum)?
  3. Ef þú vilt leigja bingóvél, hvora vélina viltu?

Bókanir eru gerðar í síma 553-3450
mán-lau 11-22, og sun 11-18.

Hvenær má sækja og hvenær á að skila?

SÆKJA: Þú getur sótt pöntunina til okkar í Spilavini frá kl. 13 á deginum sem þú bókaðir.

SKILA: Bingóleigan er yfir nótt, og það þarf að skila fyrir kl. 12 (við opnum kl. 11). Það er opið alla daga hjá okkur að jafnaði, en ef það er lokað (t.d. um jólin), þá er einfaldlega skilað næst þegar það er opið.

Athugið að telja kúlurnar og spjöldin vel áður en þið skilið.

Karfa
;