Vinsælustu spilin okkar í desember

Skoðað: 91

Það var ánægulegt að sjá verslunina troðfulla dag eftir dag í desember af fólki að leita að skemmtilegum spilum handa fjölskyldu og vinum. Desember var líka óvenju skemmtilegur þar sem tvö ný íslensk spil voru gefin út en slíkt er því miður allt of fátítt. Hver stal kökunni og Aflakló heita spilin og voru kærkomin tilbreyting frá spurninga og partýspila útgáfunni sem annars hefur tíðkast hér á landi. Við tókum saman þau spil sem vinsælust voru hjá okkur í desember.

Smærri spil og kortaspil

Hver stal kökunni úr krúsinni

hver

Vinsælasta spilið núna í desember var íslenskt og eftir Emblu Vigfúsdóttur. Markmiðið er að finna hinn alræmda kökuþjóf og spilið samanstendur af 35 fagurlega skreyttum spilum í spilastokk. Reglurnar eru einfaldar og auðvitað á íslensku, en 3-7 leikmenn geta skemmt sér vel yfir kökum og kruðeríi.

Sleeping Queens og Too many Monkeys [Barna]

sleeping

Fyrir 6 ára og upp úr hafa Drottninga- og Apaspilið verið langvinsælust. Í Sleeping Queens keppumst við um að vekja sofandi drottningar og verjast riddurum hinna en í Too many Monkeys reynum við að koma apa í háttinn og koma ró á vini hans sem eru að trufla. Bæði spilin eru einföld og snögg, skemmtilega myndskreytt og gaman er að spila þau með börnunum.

Bananagrams

bananagrams

Skrafl er ófáanlegt á íslensku eins og er. Það er fúlt þar sem það er skemmtilegt og smá sena farinn að myndast í kringum spilið með reglulegum hittingum og keppnismótum. Okkur hefur fundist Bananagrams vera það spil sem næst kemst því að vera líkt Skrafli þó spilin séu alls ekki eins. Leikmenn draga stafi og reyna að losa sig við þá með því að búa til krossgátu fyrir framan sig. Allgjör snilld fyrir þá sem hafa gaman að orðaleikjum og spilið er meðfærilegt og einfalt.

Fjölskylduspil

Kaleidos Junior [Barna]

kaleidos

Kaleidos Junior er athyglisleikur fyrir 4 ára og upp úr. Leikmenn leita að fyrirframákveðnum hlutum á litríkum og fjölbreyttum myndum í kapp við tíma. Reglurnar bjóða upp á skemmtilega möguleika til að höfða til eldri barna með því að hækka erfiðleikastigið og öll fjölskyldan getur unað sér vel við spilaborðið.

Las Vegas

lasvegas

Teningaspil þar sem leikmenn keppast um spilavíti og peninga sem hvíla á þeim hverju sinni. Hver fær nokkra teninga í sínum lit sem þarf með útsjónarsemi að raða á spilavítin en sá sem á þá flesta hirðir gróðann hverju sinni.

Bezzerwizzer [Spurningaspil]

bezzer

Langskemmtilegasta spurningaspilið sem komið hefur út seinustu ár. Hér er hefðbundna spurningaspilaformið aðeins brotið upp með sérstökum flísum sem dregnar eru blindandi upp úr poka. Tækifærin að fá að svara spurningum sem aðrir geta ekki er líka kærkomið. Fyrir 14 ára og eldri.

King of Tokyo – Íslensku

king

Í King of Tokyo sem nú er fáanlegt hjá okkur á íslensku bregða leikmenn sér í hlutverk risastórra skrímsla sem herja á Tokyo. Teningar sem leikmenn kasta segja til um hvað þú færð eða getur gert í hverri umferð en fyrstur upp í 20 stig eða seinastur á lífi vinnur spilið. Fjöldi ofurhæfileika er í boði sem hægt er að kaupa fyrir orku sem leikmenn safna en það býður upp á mikla fjölbreytni milli spila.

Catan – Grunnspilið á íslensku

catan

Landnemarnir á Catan er orðin klassík og eitt af mikilvægustu spilum 20.aldarinnar þar sem það braut blað hvað varðar spilahönnun og sýndi fólki að það er nánast takmarkalaust hvað hægt er að gera í borðspilum. Leikmenn byggja þorp, borgir og vegi og keppast um takmarkaðar auðlindir á lítilli eyju einhverstaðar út í miðju hafi.

Ticket To Ride Europe/USA

ticket

Maður verður aldrei of gamall til að leika sér með lestir. Í Ticket To Ride leggja leikmenn lestir eftir ákveðnum leiðum sem síðan gefa stig eftir því hversu erfiðar og langar leiðirnar eru. Eitt af flaggskipum borðspilaheimsins seinustu ár og fullkomið spil til að kynna fólk fyrir borðspilum almennt. Einfalt en bráðskemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;