Zeus on the loose

(1 umsögn viðskiptavinar)

3.150 kr.

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSS2-00233 Flokkur: Merki:
Skoðað: 41

Gríski guðinn Seifur hefur flúið frá Olympus fjalli og það er í þínum höndum að ná í skottið á honum. Leikmenn skiptast á að spila spilum og reyna að ná upp í næsta tug svo að þeir nái haldi á Seifi. Einnig geta leikmenn kallað til hjápar aðra Gríska guði svo að eltingarleikurinn verði auðveldari. Sá leikmaður sem heldur á Seifi þegar toppi fjallsins Olymus er náð sigrar.

Íslenskar reglur

 

Framleiðandi

Gamewright

Fjöldi spilara

2-5

Aldur

8+

Spilatími

15 mín.

Verðlaun

Útgefandi

Aldur
Fjöldi púsla

1 umsögn um Zeus on the loose

  1. Avatar of Stefán frá Deildartungu

    Stefán frá Deildartungu

    Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum. JÁVARÞAÐEKKINEI! Í þessu spili er það ekki Guð almáttugur sem skapaði heiminn, heldur öll gríska guðahersingin. Við erum heldur ekki að skapa allan heiminn, heldur bara eitt fjall – Ólympusarfjall.

    Spilarar eru með spil á hendi og skiptast á að leggja niður spil í borð; annars vegar eru það töluspil, á bilinu 1 – 10 og hins vegar guðaspil, sem gera allt vitlaust. Þegar spilari leggur niður töluspil, tilkynnir hann einfaldlega hversu hátt Olympusarfjall er að því loknu; leggur töluna sína við útkomu síðasta spilara á undan. Ef hæðin lendir á sléttum tug eða hundraði fær leikmaður Seif til sín. Ef hæðin er 100 eða meira er umferðin búin og sá sem er með seif fær eitt stig, við stokkum og gefum upp á nýtt. fyrstur upp í þrjú stig vinnur.

    Guðaspilin rugla öllu. Sum setja hæðina í næsta tug fyrir ofan eða neðan, á meðan önnur setja hæðina í 99 eða snúa tölugildinu við, þannig að t.d. 72 verður 27, og ýmislegt fleira.

    Stórskemmtilegt spil, bæði fyrir börn og lengra komna. Frábært fyrir krakka sem eru að læra að leggja saman. Ég mæli eindregið með þessu.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;