Taco Köttur Geit Ostur Pizza

(2 umsagnir viðskiptavina)

2.850 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-8 leikmenn
Spilatími: 10-30 mín.
Höfundur: Dave Campbell (II)

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: BO-TACOG Flokkur: Merki: ,

Taco Köttur Geit Ostur Pizza er stútfullt spil af stuði! Leikmenn þurfa að skiptast á að segja taco/köttur/geit/ostur/pizza og setja út eitt spil á bunkann á sama tíma. Ef spilið er eins og orðið sem sagt er, þá — slamm! — reyna allir að vera ekki síðasti leikmaðurinn til að setja hendina á bunkann, því sá þarf að taka bunkann. Leikmaðurinn sem fyrstur losnar við öll spilin sigrar!

Til að bæta stuði í súpuna eru nokkur sérstök spil — górilla, náhvalur og múrmeldýr — sem neyða leikmenn til að gera hreyfingu áður en slegið er á bunkann!

Geggjað, stórskemmtilegt spil!

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , , , ,

Útgefandi

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

2 umsagnir um Taco Köttur Geit Ostur Pizza

 1. Avatar of Þorri

  Þorri

  Ég vissi ekki hvaða spil var verið að spila á næsta borði, en guð minn góður hvað þau skemmtu sér vel. Það var hlegið og barið í borðið, og stundum var eins og þau væru að framkvæma einhvern æfðan dans þegar allir klöppuðu í einu og slógu í borðið. Ég man hvað mig langaði mikið að vera með, og að vita hvaða spil þau voru að spila.

  Næst fékk ég að vera með, og það var ekkert minna gaman að vera með en að fylgjast með þeim spila.

  Spilið var Taco Köttur Geit Ostur Pizza. Lítið og nett, hávært, fjörugt og skemmtilegt spil.

 2. Avatar of SolviKaaber

  SolviKaaber

  Taco Köttur Geit Ostur Pizza, spilið sem er jafnskemmtilegt og nafnið er skrýtið. Þetta er fyndnasta hraðaspil sem að ég veit um, í hvert einasta skipti sem ég spila það eru allir skellihlæjandi. Spennan magnast meðan að spilararnir bíða óþreyjufullir eftir augnablikinu sem að þeir þurfa að slá í borðið og svo allt í einu birtist górilla og þú þarft að berja í brjóst þitt eins og api. Mæli með fyrir flestalla sem vilja fjöruga skemmtun í litlum kassa.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi gætu líka hentað

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top