Vondu gaurarnir eru búnir að yfirtaka fallega konungsríkið okkar og það er allt í klessu! Þið þurfið að bjarga heiminum og það hratt!
Vinnið saman að því að koma hugrakka, rúllandi riddaranum í gegnum þetta iðandi ævintýri sem er allt fullt af gildrum og snúningum.
Ótrúlega skemmtilegt samvinnuspil sem minnir um margt á gamla góða Velti-Pétur, en er enn betra!
Eyrún Halla Kristjánsdóttir –
Skemmtilegt spil sem krefst þess að allir spili saman að settu markmiði sem alltaf þyngist með hverju borði.