Sjónarspil

(1 umsögn viðskiptavinar)

6.980 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 4 til 8 leikmenn
Spilatími: 15 mín.
Hönnuðir: Bergur Hallgrímsson, Tinna Finnbogadóttir

Á lager

Vörunúmer: MRSF3-53002 Flokkur:

Lýsing

Sjónarspil er skemmtilegt fjölskyldu- og partýspil sem nýtur sín best í góðra vina hópi. Leikmenn fá spjöld með lýsingarorðum og þurfa að velja þau spil sem lýsa meðspilurunum best. Það þarf að vanda valið, allir spilarar eru með sömu spil og hvert spil má bara nota einu sinni. Hver í hópnum er nördinn og hver er hjálpsamur? Það er ekkert eitt rétt svar því leikmenn fá stig fyrir það hversu margir eru sammála. Þú getur fylgt eigin sannfæringu og valið orð sem þér finnst lýsa meðspilurunum best eða sýnt kænsku og valið orð sem þú telur að flestir muni velja.

Sjónarspil hentar frábærlega í vinahópinn því reglurnar eru einfaldar, spilatíminn er stuttur og allir gera á sama tíma – engin bið eftir öðrum.

Sjónarspil inniheldur:
– 8×50 spil (100 orð)
– 8 peð
– Spilaborð

18+ viðbótin inniheldur
– 8×10 spil (20 ný orð)

Spilatími er 15 mínútur (en okkar reynsla sýnir að flestir taka 2-3 umferðir)

Að neðan fjallar annar hönnuða spilsins um spilið og frumgerðina að því.

1 umsögn um Sjónarspil

  1. Sigurlaug

    Skemmtilegt í góðum hópi, sérstaklega þar sem fólk þorir að segja sína skoðun og fólk ekki auðsæranlegt.

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þér gæti einnig líkað við…