King of Tokyo (enskt)

(2 umsagnir viðskiptavina)

7.960 kr.

Í King of Tokyo þá leikur þú stökkbreytt skrýmsli, risavaxin vélmenni og geimverur – sem eru öll í gleði sinni að ráðast á hvert annað í góðu andrúmslofti til þess að vera hinn eini sanni Konungur Tokyo!

Brjálæðislega skemmtilegt spil með spennandi þema.

 

Ekki til á lager

You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Vörunúmer: SPSF1-0328 Flokkar: ,

Lýsing

Einfalt og andstyggilega skemmtilegt teningaspil!

Leikmenn bregða sér í hlutverk stökkbreyttra skrímsla, risavaxinna vélmenna og geimvera sem ganga í gleði sinni berserksgang um Tókýó með það að markmiði að vera hinn eini sanni konungur borgarinnar.

King of Tokyo er einfalt spil sem auðvelt er að læra en umfram allt mjög skemmtilegt, þar sem heppni og örlítil herkænska er lykillinn að kvikindislegum sigri. Leikmenn kasta sex teningum, þrisvar sinnum í röð, allir með táknum fyrir eyðileggingu, orku, lækningu eða árás. Þegar leikmaður á umferð, safnar hann teningunum saman til að vinna inn orku, lækna skrímsli eða bara til að til ráðast á annan leikmann. Að auki er hægt að kaupa sérstök spil með orku til að öðlast einstaka krafta eins og auka höfuð sem leyfir leikmanni að kasta auka teningi, brynvörn, dauðageisla og fleiri. Ofsafengnasti leikmaðurinn verður konungur Tókýó… en mun þá standa einn andspænis hinum skrímslunum! Sá sem fær fyrstur 20 stig eða stendur einn uppi á vígvellinum sigrar.

King of Tokyo hefur unnið til fjölmargra verðlauna m.a. Besta Fjölskylduspilið árið 2011 hjá Dice Tower og Golden Geek verðlaunin í flokkunum Fjölskylduspil ársins, Barnaspil ársins og Partýspil ársins 2012 hjá Board Game Geek.

Nánari upplýsingar

Verðlaun

Spilatími

20 – 30 mín.

Aldur

8+

Fjöldi spilara

2-6

Framleiðandi

Iello

2 umsagnir um King of Tokyo (enskt)

 1. Hjalti Þorsteinsson

  Eitt af bestu spilunum sem ég hef keypt. Ég mæli hiklaust með því fyrir alla sem skilja ensku.

  Leikurinn snýst að mestu um að kasta teningum og velja hvaða teninga þú vilt ‘geyma’ og hverjum þú vilt henda aftur líkt og í Yahtzee. Þú gerir þannig árás á óvini þína, safnar stigum eða safnar orku til að kaupa spil. Sá vinnur sem er fyrstur að fá 20 stig eða sá sem síðastur eftir lifandi.

  Spilið virkar frábærlega fyrir alla aldurshópa að mínu mati. Ég keypti spilið handa 10 ára tengdasystur minni og hún elskar það. Það verður hins vegar að vera alla vega einn leikmaður sem kann ensku til að geta lesið spilin til að byrja með. En með tímanum er auðvelt að læra hvað flest spilin gera.

  Spilið snýst eiginlega allt út á áhættu. Viltu kasta teningunum aftur í von um að fá eitthvað betra? Viltu fara í Tokyo þó að þú gætir dáið við það? Viltu hunsa hversu mikið líf þú átt eftir? í því felst á hversu marga mismunandi vegu leikurinn getur farið. Það eru svo gríðarlega mörg tækifæri til að auka áhættuna fyrir meiri hagnað að það er erfitt er að vita með vissu hver mun vinna. Leikurinn er líka mjög stuttur og á líklega aldrei eftir að taka meira en 30 mínútur. Mér þykir það alveg frábært þar sem einn helsti galli á spilakvöldum er að maður getur venjulega ekki spilað fleiri en tvo til þrjá leiki.

  Ef þú ert ekki fyrir löng spil, finnst gaman af samkeppni og getur bjargað þér í ensku, er þetta spilið fyrir þig.

 2. Magni

  Stutt og stútfullt af hasar. Hér er kastað teningum til að risaskrímslin ykkar geti barist hvort við annað. Mjög hentugt fyrir fjölskylduna.

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.