Hippocrates

10.980 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 90-120 mín.
Höfundur: Alain Orban

* Uppselt *

Vörunúmer: GABPAR08 Flokkur:
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 2

Ferðist aftur í tímann til Grikklands árið 370 fyrir Krist, til eyjunnar Kos. Hippocrates er nýdáinn og það leiðir til þess að fólk er að efast um læknisfræðilegar hugmyndir hans. Sem einn eftirmanna hans leiðir þú hóp lækna sem eiga það markmið að taka á móti sjúklingum í Asclepios hofinu, sem seinna var þekkt sem fyrsti spítali heimssögunnar. Þú reynir að byggja upp orðspor þitt, svo sjúklingar frá öllum Miðjarðarhafslöndunum komi til þín í von um bestu meðferðina við hverju sem er að þeim.

Spilið tekur fimm umferðir, og er hverri umferð skipt í fimm hluta.

  1. Kalosorisma: Hver leikmaður tekur á móti sjúklingum og velur sér gaumgæfilega hverja hann ætlar að taka að sér, því ef þú höndlar ekki sjúklingana þá mun það taka á orðsporinu þínu.
  2. Pliromi: Leikmenn þurfa að gefa læknunum sínum verkefni, því annars gætu þeir yfirgefið spítalann.
  3. Stratologisi: Í þessum hluta ráða leikmenn nýja lækna og versla lyf. Ef þú nærð að gera bæði, þá færðu bónus.
  4. Therapeia: Nú er komið að því að meðhöndla sjúklingana. Leikmenn púsla saman lyfjum, læknum og sjúklingum til að nýta allt sem best.
  5. Exis: Leikmenn telja stigin sín og gæta að orðsporinu, og undirbúa svo næstu umferð.

Hippocrates sameinar uppboð, flísalagningu, umsýslu afurða og fleira í vel gerðri mixtúru þar sem leikmenn keppast um að vera verðugir arftakar Hippocratesar.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Hippocrates”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;