Detective: Everybody Lies

7.950 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 120-180 mín.
Höfundur: Weronika Spyra, Ignacy Trzewiczek

* Uppselt *

Vörunúmer: POR8470 Flokkur:
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 13

Detective: Everybody Lies er spil þar sem leikmenn leysa glæpi í hinum margbrotna heimi Batman. Leikmenn taka sér hlutverk fjögurra rannsakenda: Warren Spacey, rannsóknarblaðamanns með djúpt innsæi; Vicky Vale hörkublaðamaður; ruddalegi einkaspæjarinn Harvey Bullock; eða hin klóka kattarkona (e. Catwoman) sem dragast öll inn í dularfulla atburði sem gerast í Gotham.

Í spilinu taka leikmenn sameiginlega ákvarðanir um rannsókn málsins og reyna að leysa röð erfiðra mála. Þau heimsækja fræga staði í Gotham (eins og Leðurblökuhellinn, Arkham geðsjúkrahúsið, Blackgate fangelsið, og Gotham City Gazette blaðið) og rekast á þekktar persónur úr Batman (eins og Batman sjálfan, Penguin, Pioson Ivy, Mr. Freeze, Scarecrow og fleiri) um leið og þau reyna að elta vísbendingar, finna sökudólga, og safna nægum upplýsingum til að bjarga Gotham. Spilið inniheldur líka glænýtt gangverk með falinni ætlun og markmið fyrir hvern leikmann sem gefur sérstök sigurskilyrði sem eru byggð á persónunni sem þau leika.

Leikmenn nýta sér mismunandi íhluti sopilsins, sem og tölvu: spilastokk með mikilvægum vísbendingum og snúningum í sögunni, mismunandi hluti sem leikmenn fá, og sérstaka vefsíðu með aðgangi að gögnum Gotham City Gazette blaðsins, til að fá virkilega djúpa upplifun. Spilið inniheldur líka annað nýtt góðgæti — senur — sem bæta minnistæðum atvikum í spilið með einstakri teiknimyndasögu sem virkar eins og hún sé rifin úr klassísku teiknimyndasögublaði.

Spilið hefst á formála sem er hannaður til að kynna leikmenn fyrir reglum spilsins, og heldur svo áfram inn í 3 stór mál sem þarf að leysa. Hvert mál ætti að taka um 2-3 klst. Hægt er að spila hvert mál sem sjálfstæða kafla, en þegar öll fjögur málin hafa verið leyst, þá verður leikmönnum ljós heildarsagan með mögnuðum endi. Hverjum kafla lýkur á spurningum til að athuga hve vel leikmönnum gekk að leysa málið.

Fjöldi leikmanna

, ,

Aldur

Útgefandi

Útgáfuár

Vörumerki

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Detective: Everybody Lies”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;