Coup

(7 umsagnir viðskiptavina)

3.150 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 6 leikmenn
Spilatími: 15 mín.
Höfundur: Rikki Tahta

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSS2-26246 Flokkur: Merki: , ,

Einfaldur en flottur blekkingarleikur sem inniheldur aðeins fá spjöld, nokkrar reglur en ótrúlega mikla spennu.

Hver leikmaður byrjar með tvö spil sem tákna annarsvegar hversu mörg líf hann hefur og hinsvegar hvaða hlutverk hann má nota af öryggi. Hlutverkin eru leynileg þannig að engin veit hvað hinir eru með. Þegar þú átt leik mátt þú gera eina aðgerð og vegna þess að enginn veit hvaða hlutverk þú hefur þá er þér velkomið að þykjast hafa hvaða hlutverk sem er til þess að fá að gera þá aðgerð.

Ef enginn hefur út á það að setja þá tókst þér kannski að stela pening frá einhverjum án þess að eiga hlutverkið fyrir því. Það er ekki nema einhver skori á þig að sýna hlutverkið sem málin vandast. Ef þú varst að blekkja og getur ekki sýnt hlutverkið þá missir þú eitt líf. Ef þú varst hinsvegar að segja satt og það var skorað á þig af ástæðulausu þá missir áskorandinn eitt líf.

Svona heldur leikurinn áfram þar til að aðeins einn leikmaður er eftirlifandi.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

 • 2013 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning
 • 2013 Golden Geek Best Card Game – Tilnefning

Þyngd1 kg
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , ,

7 umsagnir um Coup

 1. Avatar of Ásta Eydal

  Ásta Eydal

  Mjög skemmtilegt spil fyrir vinahópinn en varúð, það gæti borið á vantrausti eftir leikinn!

 2. Avatar of Margrét

  Margrét

  Það er alltaf gaman að svona blekkingarspilum. Þetta er fljótspilað, skemmtilegt og fallega myndskreytt.

 3. Avatar of Stefán Ingvar Vigfússon

  Stefán Ingvar Vigfússon

  Frábært spil sem svipar til Loveletter, Varúlfs og Secret Hitler, en hefur þann kost að vera töluvert styttra.

 4. Avatar of Hólmfríður María Bjarnardóttir

  Hólmfríður María Bjarnardóttir

  Mjög skemmtilegt blekkingaspil sem auðvelt er að grípa með hvert sem er. Hver karakter hefur mismunandi virkni, það er þitt að blekkja eða grípa hina þegar þeir reyna að blekkja til þess að standa uppi sem sigurvegarinn. Þú þarft líka að passa að hinir leikmennirnir nái ekki að safna of miklum pening, því þá geta þeir gert coup og enginn karakter getur varið sig gegn henni. Mæli með!

 5. Avatar of Kristinn Pálsson

  Kristinn Pálsson

  Góð spil í litlum kassa eru frábær!
  Þetta er gott að hafa með sér í ferðalög og ber minn kassi það með sér. Frábært lygaspil og blekkingarleikur sem spilast hratt og fær mann til þess að kreista saman tærnar þegar maður vonast til þess að komast upp með lygarnar. Sá blekkingarleikur sem skalast hvað best niður í fáa spilara, kann vel við að spila með þremur leikmönnum.
  Coup: Reformation viðbótin er ekki þörf en gefur skemmtilegan möguleika á liðaskiptingu sem breytir eðli spilsins.

 6. Avatar of Eidur S.

  Eidur S.

  Ágætt blekkingarspil fyrir smærri hópa en myndi þurfa í spil á við Avalon eða Secret Hitler. Það getur oft borgað sig að vera frekar passive og spila mjög safe, sem gæti verið galli við leikinn fyrir suma.

 7. Avatar of SolviKaaber

  SolviKaaber

  Þetta er eitt af þessum spilum sem kom mér inní undraheim spilamennskunar. Blöffspil þar sem hver spilari er einn á báti að reyna að útiloka alla hina. Maður hefur tvo karaktera en maður getur alltaf tekið hvaða aðgerð sem er, þú verður bara að vona að fólk callar ekki blöffið þitt því þá missirðu eitt af tveimur lífum. Það mætti segja að ég hafi ofspilað þetta, sem er merki á góðu spili.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi gætu líka hentað

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top