Codenames Pictures

(6 umsagnir viðskiptavina)

4.450 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 8 leikmenn
Spilatími: 10 – 20 mín.
Höfundur: Vlaada Chvátil

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSF6-00036 Flokkur:

spilavinir reglur a netinuCodenames: Pictures er svipað og undanfari þess, en með nokkrum undantekningum:

 • Í stað orða eru laglegar myndir.
 • Spilum er raðað upp 5×4, í stað 5×5.
 • Reglurnar um vísbendingar sem má gefa eru skýrari.

Í spilinu eru 280 myndir sem eru sérhannaðar til að gera spilamennskuna skemmtilega. Í hverri mynd eru sameinuð tvö eða fleiri fyrirbæri í eitt, og útkoman er fyndin, segir áhugaverða sögu, skilur eitthvað eftir fyrir ímyndunaraflið, en er samt einföld og skýr.

Codenames: Pictures fylgir í kjölfarið á hinu geysivinsæla spili Codenames, sem vann Golden Geek verðlaunin, auk hinna eftirsóttu Spiel des Jahres 2015, og var valið besta partýspilið á Board Game Geek.

Frábært fjölskyldu- og partýspil.

Aldur10 ára og eldri
Fjöldi leikmanna2, 3, 4, 5, 6, 7, 8
FramleiðandiCzech Games Edition

6 umsagnir um Codenames Pictures

 1. Avatar of Erla Björk Helgadóttir

  Erla Björk Helgadóttir

  Codenames Pictures.
  Skemmtilegt spil fyrir fjölskylduna (10+) og partýið sem allir ættu að eiga.
  Tvö lið ,bláa og rauða,með tvemur eða fleirum í hverju liði keppist við að klára litaspil sem er í lit liðsins til að vinna. Hvert lið hefur einn spyril sem fær sérstakt spjald með uppröðun á myndunum sem hann þarf að tengja saman með einu orði. Myndaspilin eru löggð á borðið og hvert myndaspil hefur nokkrar myndir blandaðar í eina. Vanda þarf orðið vel svo liðið þitt velji rétt og ef giskað er rétt er myndin á borðinu hulin með spjaldi í lit liðsins. Ef liðið þitt velur rangt spil, spil sem er af lit andstæðingsins er hitt liðið búið að græða. Í spilinu eru einnig nokkur hlutlaus spil og eitt svart. Heppnin er þó með liðinu að lenda á hlutlausu því þá ertu ekki að hjálpa andstæðingnum en ef þú velur óvart svartan þá er leiknum lokið og þitt lið tapar. Það lið sem nær að klára öll litaspjöldin sín án þess að lenda á svörtu, vinnur.

 2. Avatar of Salóme

  Salóme

  Engu síðri útgáfa af codenames og mjög góð í fjöltyngdum hópi spilara. Myndirnar eru mjög fjölbreyttar og undarlegar. Að mínu mati eiginlega betri útgáfa.

 3. Avatar of Klara Ingólfsdóttir

  Klara Ingólfsdóttir

  Skemmtilegast Codenames sem ég hef prufað. Svo ótrúlega gaman hvað það er misjafnt hvað fólk sér út úr myndunum. Það er alltaf mikið hlegið þegar við spilum það.

 4. Avatar of Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

  Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

  Klárlega skemmtilegasta codenames spilið! Ekki sjaldan gripið í það hérna.

 5. Avatar of Kristinn Pálsson

  Kristinn Pálsson

  Enn ein góð útgáfan af Codenames sem er bæði góð ein og sér sem og eign í safni. Spilast betur en aðrar útgáfur með hópi sem hefur ólíka tungumálakunnáttu eða með börnum. Hef spilað alveg niður í 6 ára (með allt í lagi árangri, fyrst og fremst skemmtun). Einnig eru myndirnar frábærar og gefa skemmtilegan möguleika á að blanda við orðin úr öðrum spilum. Þá verða til nýjar og öðruvísi vísbendingar.

 6. Avatar of Eidur S.

  Eidur S.

  Uppáhalds Codenames spilið mitt, alls ekki bara fyrir þau yngri. Í hverjum leik er skipt í tvö lið og einn í hvoru liði sér um að gefa vísbendingar, en aðeins þeir veit hvaða spil á borðinu tilheyra hvoru liði. Hver vísbending má aðeins vera eitt orð og tala sem segir til um hversu mörg spil eiga að tengjast orðinu.

  Myndirnar á spilunum eru frábærar og mjög furðulegar, þær gera leikinn jafn skemmtilegan og hann er.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan