Camel Up 2nd Edition

(3 umsagnir viðskiptavina)

7.830 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 8 leikmenn
Spilatími: 20-30 mín.
Höfundur: Steffen Bogen

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSF1-50120 Flokkur: Merki:
Skoðað: 143

Spil ársins 2014. Frábært fjölskylduspil!

Í Camel Up eru allt að átta leikmenn að veðja á hvert fimm kameldýranna sem eru að hlaupa í kringum píramídann verður í fyrsta og öðru sæti. Þeim fyrr sem þú veðjar, þeim mun fleiri stig færðu — ef þú giskar rétt, auðvitað. Cameldýrin hlaupa hins vegar ekki í snyrtilegri röð, og lenda stundum hvert á öðru og eru borin yfir marklínuna. Hver hleypur hvenær? Það veltur allt á því hvaða teningur kemur úr píramídanum, sem sleppir einum teningi í einu þegar leikmenn vilja sjá hver hreyfist næst.

Þessi nýja útgáfa inniheldur:

  1. Ótrúlega flott þrívíddar pálmatré sem gera leikborðið enn flottara!
  2. Tvö klikkuð kameldýr sem hlaupa í vitlausa átt.
  3. Endurhannaður plastpíramídi sem bætir við nýrri reglu: Eitt kameldýranna mun ekki hlaupa í þessari umferð og enginn veit hvert þeirra!
  4. Nýjar og flottar teikningar eftir Chris Qwilliams.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2016 Hungarian Board Game Award – Tilnefning
  • 2015 Nederlandse Spellenprijs Best Family Game – Tilnefning
  • 2015 Lys Grand Public – Úrslit
  • 2015 Boardgames Australia Best International Game – Tilnefning
  • 2014 Spiel des Jahres – Sigurvegari
  • 2014 Spiel des Jahres – Tilnefning
  • 2014 Juego del Año – Úrslit
  • 2014 Guldbrikken Best Family Game – Tilnefning
  • 2014 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning

Aldur

Útgefandi

Fjöldi leikmanna

, , , , , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla

3 umsagnir um Camel Up 2nd Edition

  1. Avatar of Matthew Haynsen

    Matthew Haynsen

    A simple game for a fairly large gaming group. Not highly competitive or strategic but still fun and enjoyable for both friend and family groups. The game essentially relies on a gambling mechanic and occasional dice roles.

  2. Avatar of Sigurður Jón

    Sigurður Jón

    Ég er hrifin að Camel-up. Spilið tekur sig ekki mjög alvarlega og er nokkuð handahófskennt. Fókusin er að hafa gaman og taka þátt frekar en að keppa með það eitt markmið að vinna. Eins og segir í lýsinguni snýst spilið um að veðja á úlfalda og hver þeirra kemst fyrst í mark. Úlfaldarnir hreifa sig eftir teningum og hoppa á milli reita á hringlaga braut. Ef einhverjir úlfaldar lenda hinsvegar á sama reit hoppa þeir hver ofan á annan, ef úlfaldin sem er neðstur í röðini hreifir sig ber hann alla hina með sér á bakinu. Þessi atvik geta verið sprenghlæileg þar sem að úlfaldin sem var fyrstur getur auðveldlega lent neðst í hrúguni og orðið þannig aftastur, þeim sem veðjuðu á hann til mikillar gremju en öðrum til lukku.
    Það er hægt að spila þetta með tvem, en ég mæli mikið með því að það séu allavegana þrír til fimm til að stemmingin sé góð.
    Ég á erfitt með að mæla með þessu fyrir mjög unga krakka. Ég læt 8 ára sleppa en 10 ára væri að mínu mati nær lagi.
    Ég er alltaf til í að spila Camel-up í réttum hópi, það er kjánalegt á skemtilegan hátt.

  3. Avatar of straumland

    straumland

    Ótrúlega skemmtilegt spil sem mínir vinir eru alltaf til í að spila. Einfalt að læra og hentar börnum ágætlega.
    Spilið endar aldrei eins og það er engin eins “strategía” betri en önnur til að vinna það. Frábært spil í alla staði.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;