Alchemists

10.610 kr.

Mandrake rót og sporðdrekahali, svampsveppur og karta — allt eru þetta nauðsynjavörur í eldhúsi gullgerðarmannsins. En til að komast að því hvað hver hlutur gerir í töfradrykk þarf að blanda þessu saman og fá einhvern til að drekka sullið til að sjá hvað gerist. Ætlarðu að borga aðstoðarmanni til að prófa þetta fyrir þig eða drekka jafnvel sjálf(ur)?

Græddu síðan gullpeninga með því að selja hetjum galdradrykki og notaðu peningana til að kaupa galdrahluti eða borga prentkostnað fyrir vísindakenningar þínar.

Ekkert spil er eins því leikmenn nota snjallsíma til að ráða eiginleikum töfraefnanna.

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSF2-CZ061 Flokkur: Merki:
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 4

Í Alchemists keppast tveir til fjórir leikmenn um það hver er hæfasti gullgerðarmaðurinn og uppgötva saman leyndardóma efnafræðinnar. Sá sem endar með flest stig eftir sex umferðir er sigurvegari og hægt er að fá stig á marga vegu. Hægt er að kaupa öfluga galdrahluti, selja hetjum töfraseyði,- eða súpu – ef maður er ekki hæfur gullgerðarmaður. Leikmenn birta síðan vísindakenningar sínar og vonandi eru þær réttar því aðrir leikmenn gætu reynt að afsanna þínar kenningar.

Spilið sameinar borðspil og símatæknina því leikmenn nota myndavélarnar á snjallsímum sínum til að skanna tvö efni og forrit segir þeim hvaða töfradrykk efnin tvö búa til. Með því að nota rökhugsun og draga ályktanir ná leikmenn smátt og smátt að vita innihald efnana og geta þá komið með kenningar um eiginleika efnanna og búið til þá töfradrykki sem þeir vilja eftir uppskriftum.

Spilatími

120 mín.

Aldur

14+

Fjöldi spilara

2-4

Aldur
Fjöldi púsla
Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Alchemists”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;