Codenames vann Spiel des Jahres verðlaunin í ár

Skoðað: 3

Tilkynnt var um verðlaunahafa þýsku borðspilaverðlaunanna Spiel des Jahres í dag. Verðlaunin eru þau stærstu í borðspilaheiminum og þeim er ætlað að verðlauna hönnun spila sem ætla má að henti sérstaklega fjölskyldum.

Partýspilið Codenames, eftir Vlaada Chvátil, sem nýverið kom út á íslensku, hreppti verðlaunin í ár. Leikmenn skiptast í tvö lið og reynir einn liðsmaður í hvoru liði að leiðbeina félögum sínum svo þeir geti haft uppi á öllum njósnurunum í sínum lit. Þetta er orðaspil sem gerir út á margræðni orða og hefur vakið mikla lukku hjá okkur hér í Spilavinum.

Þyngri verðlaunaflokkurinn, Kennerspiel des Jahres, er ætlaður fólki sem hefur spilað mikið og vill eitthvað dýpra og meiri áskorun. Í ár var það spilið Isle of Skye: From Chieftain to King eftir hönnuðina Andreas Pelikan og Alexander Pfister. Það minnir um margt á Carcassonne nema hefur uppboð, peninga og fleiri eiginleg markmið til að vinna.

Bæði spilin fást hjá okkur í Spilavinum og Codenames bæði á íslensku og ensku.

spdjisleofsky

 

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;