Breytingar vegna COVID

Kæru viðskiptavinir, vegna ástandsins lokum við klukkan 18 alla daga fram til 20. október. Af sömu ástæðu er leiksvæðið lokað, sem og salurinn niðri. Vegna fjöldatakmarkana getum við ekki heldur boðið gestum okkar að setjast niður á kaffihúsinu. Ef ykkur langar í mjög gott kaffi (americano, latté, cappuccino…), þá er hægt að kaupa kaffi í ferðamáli hjá okkur. Við hvetjum ykkur til að nota grímur þegar þið komið til okkar í verslunina.

Ef ykkur langar í skemmtilega samverustund yfir spili, þá hvetjum ykkur til að nota vefverslunina okkar, og sækja hingað á Suðurlandsbrautina eða fá sent heim. Ef þið viljið sækja en getið/megið/viljið ekki koma inn, hringið bara í okkur og við komum með pokann út. Förum varlega.

Saman getum við komið COVID í viðráðanlegt horf aftur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.