3 spil eru sería: Partners

Partners Duo, uppstillt í Spilavinum.

Tveggja manna útgáfa af gífurlega vinsælu paraspili

Þegar við fréttum að Partners væri að koma í tveggja manna útgáfu, þá vissum við að spilið yrði vinsælt. Ekki grunaði okkur þó hve mikil eftirvænting myndi skapast um spilið.

Það ætti nú samt ekkert að koma á óvart. Partners er gífurlega vinsælt tveggja-para spil sem hefur farið eins og eldur í sinu um hinn norræna spilaheim og er að taka sín fyrstu skref í Bandaríkjunum.

Hvað eiga Danmörk og Partners sameiginlegt?

Partners er danskt að uppruna, fundið upp af Thomas Bisgaard í sumarfríi þar sem fá borðspil voru í boði og eitt þeirra var lúdó. En þau voru orðin leið á lúdó svo Thomas sleppti teningnum og notaði spilastokk í staðinn.

Þetta spil er lang mest spilaða spilið á okkar heimili. Það er rosalega auðvelt að kenna það öllum aldurshópum þar sem það er frekar einfalt í spilun. Því er alltaf lýst sem lúdó bara 1000x skemmtilegra. Þetta er spil sem er aldrei eins og maður fær ekki leið á því.

Umsögn viðskiptavinar um Partners

Partners er sem sagt í grunninn lúdó, en það sem gerir það áhugavert er að það er spilað með spilum af hendi, en ekki teningi. Þannig færðu smá innsýn inn í næstu mögulegu aðgerðir og getur planað þær. Að auki er spilað með samherja. Það breytir heilmiklu! Par á móti pari, þar sem pörin reyna að hjálpa samherjanum á sama tíma og þauleggið stein í götu andstæðinganna. Þegar þú kemur öllum þínum peðum heim, þá máttu hjálpa meðspilaranum með þínum spilum. Liðið sem fyrst kemur öllum sínum peðum heim sigrar.

Sex manna útgáfan Partners+

Það var mikið fagnað þegar Partners+ kom út, en þá gátu þrjú pör barist á borðinu. Þetta stækkaði hópinn sem gat spilað, en lengir lítillega biðtímann frá því þú gerir og þar til þú gerir næst, og svo spilatímann í heild líka. Það gerir þó lítið til þegar góður hópur er kominn saman í skemmtilega samverustund.

Mér finnst nauðsynlegt að eiga bæði Partners fyrir 4 og fyrir 6 svo hægt sé að velja á milli eftir hópastærð. … Mér finnst þó 6 manna partners skemmtilegra því það tekur aðeins lengri tíma, stærri hringur sem þarf að fara áður en maður kemst heim.

Umsögn viðskiptavinar um Partners+

Partners Duo

Í hinu glænýja Partners Duo eru engin lið. Þar etja saman kappi þú og andstæðingurinn sem keppist um að koma ykkar tveimur liðum heilan hring um borðið. Eins og áður sagði eru aðdáendur spilsins mjög hrifnir að geta spilað spilið með einum öðrum leikmanni, sem hentar einkar vel fyrir Valentínusardaginn sem er framundan. Einfalt og skemmtilegt spil sem hentar á stefnumótið.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Shopping Cart
;

Við notum vafrakökur (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vef Spilavina. Með því að halda áfram samþykkir þú vafrakökustefnu okkar.
 

Vafrakökur framundan

Scroll to Top