Ticket to ride: Europe

(6 umsagnir viðskiptavina)

7.880 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 5 leikmenn
Spilatími: 30-60 mínútur
Höfundur: Alan R. Moon

Á lager

Vörunúmer: SPSF1-W7202 Flokkar: , ,

Lýsing

Loksins er komin Ticket to Ride útgáfa sem sýnir lestarleiðir í Evrópu! Leikurinn virkar í grunninn eins og eldri útgáfan af Ticket to Ride en ýmsar skemmtilegar viðbætur eru komar í hópinn t.d. göng, lestarstöðvar og ferjur. Spilið gengur út á að finna lestarleið á milli borga í Evrópu. Leikmenn fá úthlutað lestarleiðum og reyna að eigna sér leiðir smám saman í frá einni borg og í aðra. Lituð spil eru notuð til að eigna sér leiðir og litlir lestarvagnar settir á teinana til að sýna eignarhlut viðkomandi leikmanns. Sá vinnur sem fær flest stig. Einstaklega vinsælt og margverðlaunað borðspil fyrir fólk á öllum aldri!

Nánari upplýsingar

Aldur

8 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

2, 3, 4, 5

6 umsagnir um Ticket to ride: Europe

 1. Sigurlaug

  Frábært spil.
  Eini gallinn er hvað þetta tekur langan tíma og því sjaldnar tekið upp fyrir vikið. En svo skemmtilegt spil og heldur spilurum í spennu að klára sínar leiðir áður en næsti spilari skemmir fyrir.

 2. Þórhallur Ólafsson

  Skemmtilegt spil

 3. Hildur H

  Ticket to ride spilin eru alltaf skemmtilegt og ætti að vera skylda að eiga allavega eina týpu á hverju heimili. Europe útgáfan er að mínu mati ekki eins skemmtileg og upprunalega spilið en engu að síður skemmtilegt og spennandi.

 4. Sigurjón Magnússon

  Þađ góđa viđ þetta spil er ađ þađ er einfalt en samt mikil strategía sem gerir þetta spil gott fyrir þá sem eru ađ stíga sín fyrstu skref í borđspilaheiminum og þá sem eru lengra komnir

 5. Halldóra

  Skemmtilegt spil, mér finnst breytingarnar (undirgöngin og turnarnir) gefa spilinu skemmtilegan blæ. Svo eru Ticket to ride spilin tilvalin í að rifja upp landafræði 🙂

 6. Sigurður Jón

  Fá orð um Ticket to Ride Europe önnur en að þetta er að öllu leiti æðislegt spil. Þó ég velji upprunalega Ticket to Ride USA þá er það sennilega bara fyrir sérvisku. Frúin velur Evrópu kortið yfir önnur kort og það er alltaf gaman að spila það.
  Það eru tvær nýjar reglur sem að krydda aðeins upp á leikin, það eru göng og lestarstöðvar. Þessar reglur renna vel saman við upprunalegu reglurnar en gera leikin örlítið flóknari, en samt varla til að tala um.

  Ps. Ein húsregla sem við höfum vanið okkur á í tveggja manna leik, er að sleppa lestarstöðvunum og hafa flöskuhálsin til Edinborgar tvöfalda (að báðir leikmenn geti lagt lestir þangað). Það er hinsvegar ekkert að grunn reglunum sem kallar á slíkar breytingar. Bara val einstaklinga og sýnir líka að spilið hefur ákveðin sveigjanleika

  Á kassanum stendur 8+ og ég er sammála því.

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.