Spil fyrir skóla- og félagsstarf

Spilavinir hafa 15 ára reynslu í að vinna með kennurum, sérkennurum og starfsmönnum á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Hjá Spilavinum er auðvelt að finna spil fyrir skóla, sem henta frá leikskóla upp í unglingadeild í grunnskóla. Einnig er til mikið úrval af spilum sem henta fyrir frístunda- og félagsheimili, og spilaval hjá unglingastiginu. Við erum sífellt að uppgötva ný spil sem henta fyrir mismunandi starf svo listarnir okkar eru síbreytilegir.

Til að leiðbeina hvernig spil eru kynnt í kennslu, og til að aðstoða við valið á spilum höfum við skrifað grein um helstu atriðin sem vert er að hafa í huga þegar spil eru valin til kennslu. Greinin er fókuseruð á grunnskólann, en flest atriðin þar eiga við á öðrum skólastigum, og í frístunda- og félagsheimilum. Eins höfum við merkt spil sem við teljum henta sérstaklega og tekið þau saman á síðunum hér að neðan.


Spil fyrir leikskóla

Spilavinir hafa lengi boðið upp á skemmtileg spil fyrir allt niður í 2ja ára. Þar eru vinsælust spilin frá Orchard, Haba, og eeBoo, sem öll bjóða upp á vönduð spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í borðspilaheiminum. Hér er oftast verið að vinna með eitt fyrirbæri í einu (liti, tölur, form og þess háttar), þolinmæði og að skiptast á að gera.


Spil fyrir skóla: Yngsta stig

Spil sem henta vel fyrir yngsta sig í grunnskóla þurfa að vera einföld og skýr, og mega ekki vera löng. Sum spil á listanum eru í lengri kantinum, en er einfalt að stytta. Hér er gott að nota spil til að þjálfa málörvun, litaþekkingu, talnaþekkingu, þolinmæði og að skiptast á að gera.


Spil fyrir skóla: Miðstig

Á miðsstigi grunnskóla er gott að nota spil til að þjálfa speglun, samhygð, samskipti, rökhugsun með útilokunaraðferðinni, snerpu og hraða, og hraðastærðfræði. Svo má bæta við þjálfun í hærri tölum, tilfærslu í margföldun og deilingu, og hlutföllum. Eins er gott að færa þekkt málskilningsspil frá yngra stigi yfir í tungumálakennslu á miðsstigi.


Spil fyrir skóla: Unglingastig

Lykill að því að nota spil í kennslu á unglingastigi er að nefna aldrei að spil sé að kenna eitthvað. Það er mjög fljótleg leið til að drepa áhuga á að læra spilið. Á unglingastigi er hægt að nota spil til að þjálfa samskipti, samhygð, tjáningu, þolinmæði, stærðfræði, og rökhugsun. Börn sem ná færni í að spila rökhugsunarspil fá þar að njóta sín. Hópspil sem byggja á tjáningu henta líka vel.


Spil fyrir félagsmiðstöðvar

Spil sem henta félagsmiðstöðum er flest auðvelt að kenna og auðvelt að læra. Þau eru fjörleg og henta hópum, og líka lengri spil fyrir þau sem vilja setjast niður í góða samverustund.


Spil fyrir frístundaheimili

Í frístund skiptir máli að það sé auðvelt að setja spilið í gang, og það skiptir minna máli þótt það séu læti og hávær skemmtun (sem myndi ekki ganga í kennslustofunni). Til að börnin geti verið sjálfstæð í spilun er gott að velja spil sem eru tekin niður fyrir getu. Hér mega spilin taka lengri tíma, en fara sjaldnast yfir 30 mínútur í spilun. Við reynum að velja hingað spil sem þola álag, og verða ekki ónothæf þótt stöku smáhlutir úr þeim týnist.


Spil fyrir sérkennara: Málörvun

Hér erum við búin að safna saman spilum þar sem leikmenn eru mikið að ræða saman, og eru sum að vinna með að segja hlutina upphátt — allt í nafni skemmtunar og gleði.


Spil fyrir sérkennara: Stærðfræði

Þjálfun í stærðfræði snýst ekki bara að vinna með tölur. Speglun, einingar, röðun og fleira þjálfar eiginleika sem nýtast vel í stærðfræði.

Shopping Cart
;