Vinnustaðaheimsóknir, hópefli og fundir

fullorðinsspilakvöldSpilavinir koma á vinnustaðinn þinn eða starfsfólkið til okkar. Frábær skemmtun og góð leið til að þjappa starfsfólki saman og draga fram það besta í öllum. Veitingar og drykkir eru ekkert mál og allt sem viðkemur þeim auðsemjanlegt.

Við spilum fjölbreytt spil, allt frá sniðugum spilum sem kitla hláturtaugarnar og krefjandi hugarþrautir ef fólk kýs. Tilvalið til að hrista fólk saman eða þétta hópinn. Bæði höfum við verið að halda svona kvöld fyrir starfsfólk en oft hafa vinnustaðir haldið fjölskylduskemmtun og fengið okkur til að stýra því við góðan orðstír. Að sjálfsögðu sköffum við spilin og nóg starfsfólk til að vel sé haldið utan um hópinn.

Salurinn okkar á neðri hæðinni er einnig mjög hentugur fundarstaður. Hafðu samband til að bóka salinn fyrir spilafund, kennara, ársfund, vinnufundi eða hvað sem einhverjum dettur snjallt í hug.

;
Shopping Cart