Viðburðir

Spilavinir hafa frá upphafi haldið alls kyns viðburði, bæði inni í versluninni og út um allt land. Spilakaffi — kaffihúsið í Spilavinum — heldur núna utan um alla viðburði sem haldnir eru í Spilavinum. Hér á síðunni getur þú séð hvaða viðburðir eru framundan í Spilakaffi, og neðar getur þú pantað þína eigin viðburði fyrir fjölskyldu, vini og fyrirtæki.

Ertu að skipuleggja viðburð með fjölskyldunni, bekknum, eða fyrirtækinu?

Frá stofnun Spilavina höfum við boðið upp á skemmtilega spilaviðburði sem koma til þín. Fyrst voru bekkjarkvöldin okkar, sem eru enn ómissandi þáttur margra í skólastarfinu. Svo fórum við að bjóða upp á fleiri tegundir af viðburðum, allt frá því að fá þitt eigið spilakvöld, hvort sem er fyrir fjölskylduna eða allt fyrirtækið. BarSvar er gott uppbrot fyrir fyrirtæki, og svo erum við í samstarfi við Flóttaleik, sem koma með flóttaleikinn upp á borð til okkar. Ef þið vijið sjá um skemmtunina sjálf, þá getið þið leigt bingóvél og fjölnota bingóspjöld hjá okkur.

spilakvold vetrarhatid 2013 cropped

Bekkjarkvöld

spilakvold fjolskyldur og fyrirtaeki

Spilakvöld fyrir fjölskyldur og fyrirtæki

dogd barsvar pubquiz i spilavinum

BarSvar (a.k.a. Pub Quiz) fyrir fjölskyldur og fyrirtæki

bingo leiga

Bingóleiga

hopefli fyrirtaeki spilakvold

Hópefli og fjölskylduskemmtun

Flóttaleikur: Herbergi 745. Tvær opnar töskur með dularfullu innihaldi.

Flóttaleikur

Framundan í Spilakaffi

vidburdir bordspilavinir square

Borðspilavinir #15

9. apríl: Fullkomið tækifæri til að kynnast nýjum spilum og nýju fólki á skemmtilegum stað. Á hverju borði er valinn kennari sem leiðir ykkur í gegnum ákveðin spil.

vidburdir mordgatuvinir square

Morðgátuvinir #3

13. apríl: Morðgátupartý er hlutverkaleikur þar sem þátttakendur bregða sér í hlutverk persóna sem hittast í Spilakaffi. Getur þú leyst morðgátuna?

vidburdir spunaspilavinir square magenta

Spunaspilavinir #23

16. apríl: Opin spunaspilakvöld þar sem fólk getur tekið þátt í skemmtilegu hlutverkaspili, heilli sögu, í eitt kvöld.

vidburdir bordspilavinir square

Borðspilavinir #16

25. apríl: Fullkomið tækifæri til að kynnast nýjum spilum og nýju fólki á skemmtilegum stað. Á hverju borði er valinn kennari sem leiðir ykkur í gegnum ákveðin spil.

vidburdir barsvar square

BarSvar #29

26. apríl: Við leggjum undir okkur efri hæðina og spilum BarSvar (einnig kallað pub quiz). Alls kyns spurningar úr öllum áttum, myndagátur og fleira.

Hittingar

Hittingar í Spilakaffi eru óformlegir viðburðir þar sem nægir að mæta (engar bókanir). Á hittingum er frítt að spila eitthvað eitt ákveðið spil; fólk kemur með spilin sín og jafnvel kennir nýliðum. Hittingar í Spilakaffi eru frábær leið til að kynnast öðrum sem hafa áhuga á þessu spili, og jafnvel læra eitthvað nýtt.

Vilt þú sjá um vikulegan hitting? Heyrðu í okkur.

Karfa
;