What do you Meme? U.K. Edition

(6 umsagnir viðskiptavina)

5.850 kr.

Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 4 til 20 leikmenn
Spilatími: 30-90 mín.
Höfundar: Elie Ballas, Ben Kaplan, Elliot Tebele

* Uppselt *

Vörunúmer: 810816030104 Flokkur: Merki:
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 422

Varúð: Spilið er ekki fyrir börn.

Partíspil fyrir internetkynslóðina — spilast eins og Cards agains humanity. Reglurnar eru einfaldar. Keppið um að búa til fyndnasta meme-ið með því að para textaspil við myndaspilið sem er í umferð. Skiptist á að vera dómari og velja sigurvegara hverrar umferðar. Sigurvegarinn fær myndaspilið, sem er eitt stig.

Spilið þar til þið eruð orðin svöng. Stoppið þá og pantið ykkur pizzu. Leikmaðurinn sem er með flest stig vinnur.

Þessi útgáfa er með sérstaka áherslu á Bretland. (Hvern hefði grunað það!)

Inniheldur: 435 spil (360 textaspil og 75 myndaspil).

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , , , , ,

Útgefandi

Fjöldi púsla

6 umsagnir um What do you Meme? U.K. Edition

  1. Avatar of Sigurlaug

    Sigurlaug

    Skemmtilegt partýspil. Ekki eins og gróft og Cards against humanity en alveg jafn skemmtilegt og virkar því fyrir stærri tegundir hópa.

  2. Avatar of Erla Bára Ragnarsdóttir

    Erla Bára Ragnarsdóttir

    Mjöööööög skemmtilegt spil fyrir hópa og mjöööööög fyndið. Geggjað partýspil til að fá alla í gott skap og reglurnar eru mjög einfaldar. Einn dregur mynd – aðrir setja fyndna setningu við myndina og sá sem dró myndina velur bestu setninguna.

  3. Avatar of Ægir Rafnsson

    Ægir Rafnsson

    Frábært & virkilega skemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna.
    Mæli eindregið með

  4. Avatar of Salóme

    Salóme

    Mjög svipað cards against humanity nema þú gefur lýsingu á “meme”-i. Þetta er mjög skemmtilegt í byrjun en eldist mjög hratt, miklu hraðar en mörg önnur spil afþví hvað það er háð líðandi stundu. Þannig er til dæmis mynd af Theresu May í mínu spili sem kemur eiginlega ekki nálægt sviðsljósinu þessi dægrin. Annars mjög skemmtilegt spil almennt.

  5. Avatar of Hafdis karlsdottir

    Hafdis karlsdottir

    Mikill humor í þessu spili og fint fyrir fullorðið fólk í yngri kanntinum. Samt ekki jafn skemmtilegt og cards against humanity nema þú hugsir frekar í myndum en orðum

  6. Avatar of Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Eeelska þetta spil! Finnst það.mjög skemmtilegt. Mjög svipað og Cards agains humanity, nema með memes og ekki eina gróft. En samt skemmtilegt að grípa í partýum.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;