The werewolves of Miller’s Hollow

(7 umsagnir viðskiptavina)

2.850 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 8-18 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Philippe des Pallières, Hervé Marly

Availability: Til í verslun

Skoðað: 665

Varúlfur er leikur sem gerist í litlu þorpi sem er á við varúlfa vanda að stríða. Hver leikmaður fær hlutverk: Varúlfur, saklaus borgari eða sérstakt hlutverk eins og veiðimaðurinn, nornin, litla stelpan, spákonan o.s.frv.

Það er þarf líka einn að vera stjórnandi sem að stýrir leiknum. Leikurinn skiptist á að gerast á nóttinni og daginn. Um nóttina velja varúlfarnir einn þorpsbúa til að drepa. Um daginn vakna allir nema sá sem varð varúlfamatur. Hlutverk hans er sýnt og hann er dottinn úr leiknum. Hinir þorpsbúarnir skeggræða kringumstæðurnar og kjósa úr leiknum þann sem að þeim grunar að sé varúlfur. Sá sem að verður fyrir valinu sýnir hlutverk sitt og dettur úr leiknum.

Varúlfur er mjög félagslegur leikur og hentar vel fyrir stóra hópa.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2005 Juego del Año – Úrslit
  • 2001 Tric Trac – Tilnefning
Þyngd 0,5 kg
Aldur

Merkingar

Varan er CE merkt

Fjöldi leikmanna

, , ,

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Útgefandi

Fjöldi púsla

7 umsagnir um The werewolves of Miller’s Hollow

  1. Avatar of Helga M.

    Helga M.

    Frábært spil sem hentar vel fyrir breiðan aldurshóp og margir geta verið með. Ekki þörf á miklu borðplássi og hentar því vel fyrir allskonar partý eða jafnvel fjölskylduboð.

  2. Avatar of Þórhallur Ólafsson

    Þórhallur Ólafsson

    Hef spilað þetta í mörg àr vekur alltaf lukku

  3. Avatar of Halldóra

    Halldóra

    Frábært spil, hef bæði spilað það með vinum og notað það í kennslu og það slær alltaf í gegn!

  4. Avatar of Una Hildardóttir

    Una Hildardóttir

    Mikilvægt að eiga þetta spil á hverju heimili. Mjög auðvelt og klassískt varúlfaspil sem hægt er að spila í litlum og stórum hópum.

  5. Avatar of María Þórdís Ólafsdóttir

    María Þórdís Ólafsdóttir

    Ég hef spilað þetta með vinum og í fjölskylduboðum. Ótrúlega skemmtilegt. Sérstaklega þegar amma var varúlfurinn og drap öll barnabörnin

  6. Avatar of Salóme

    Salóme

    Varúlfur er klassískt hópspil þar sem einn eða fleiri varúlfar drepa bæjarbúa einn af öðrum. Það er svo hlutverk bæjarins í sameiningu að komast að því hver er varúlfur byggt á því hvernig hann hagar sér og talar og gera hann útlægan (eða taka af lífi – fer eftir hversu djarft þið viljið spila). Í bænum geta líka verið aðrir karakterar sem get hjálpað bæjarbúum. Svipað mafíu leiknum.

  7. Avatar of Daníel Hilmarsson

    Daníel Hilmarsson

    Virkilega skemmtilegur hlutverkaleikur, fullkominn í veislur og fyrir alla aldurshópa. Eini “gallinn” er að það þarf helst góðan sögumann til að leiða hópinn, en það er líka kostur því það getur verið mjög gaman fyrir börn að fá að spreyta sig á því hlutverki. Skemmtilegast í stórum hópum og alltaf hægt að kaupa auka “hlutverk” til að bæta við

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;