Wavelength

(1 umsögn viðskiptavinar)

6.850 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 2-12 leikmenn
Spilatími: 30-45 mín.
Höfundar: Wolfgang Warsch, Alex Hague, og Justin Vickers

* Uppselt *

Vörunúmer: WAv01 Flokkur: Merki:
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 290

Wavelength er ágiskunarspil þar sem tvö lið keppast um að lesa huga hvors annars. Leikmenn skiptast á að snúa skífu að leynimerkinu sem er á skífunni. Einn leikmaður úr þínu liði — miðillinn — veit nákvæmlega hvar merkið er, og dregur spil með hugtakapari (Job – Career, Rough – Smooth, Fantasy – Sci-fi, Sad Song – Happy Song, o.s.frv.). Miðlarnir þurfa svo að semja vísbendingu sem staðsetur merkið á milli hugtakanna tveggja.

Höfundar spilsins hafa hannað önnur gífurlega vinsæl spil eins og The Mind (vann spil ársins 2018), og Monikers (sem New York Times kallaði „hið fullkomna partýspil“).

Til dæmis, ef spilið í þessari umferð er „Hot – Cold“ og merkið á skífunni er rétt yfir miðju, nær „cold“ hliðinni, þá þarf miðillinn að gefa vísbendingu sem er á því reiki. Kannski „salat“?

Þegar miðillinn hefur gefið vísbendinguna sína, þá þarf liðið að koma sér saman um hvar það heldur að merkið sé staðsett, og snýr skífunni á þann stað. Eftir því sem liðið hittir nær merkinu, þeim mun fleiri stig fær það.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2019 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
  • 2019 Golden Geek Best Party Game Winner – Sigurvegari
  • 2019 Cardboard Republic Socializer Laurel Winner – Sigurvegari
  • 2019 Board Game Quest Awards Best Party Game Nominee – Tilnefning

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , , , , , , ,

Útgefandi

1 umsögn um Wavelength

  1. Avatar of SolviKaaber

    SolviKaaber

    Gullfallegi kassinn ætti að vera nóg til þess að fá þig til þess að kaupa þetta spil samstundis, en sem betur fer er spilið sjálft tær snilld líka. Það lætur ykkur spyrja spurninga eins og eru pylsur samlokur og segja hluti eins og “já kaffi er heitt, en ekki jafn heitt og sólin”.

    Í fljótu bragði er maður að gefa vísbendingar á skala. Mjög góðar umræður sem myndast í þessu spili.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;