Ubongo

(3 umsagnir viðskiptavina)

7.680 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 25 mín.
Höfundur: Grzegorz Rejchtman

Availability: * Uppselt *

Vörunúmer: NGSF1-95483 Flokkur: Merki: , , ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 612

Klassískt spil í uppfærðum umbúðum, og með nýju og einfaldara talningakerfi.

Leikborðið samanstendur af sex röðum. Í hverri röð eru 12 gimsteinar í mismunandi litum. Hver leikmaður fær spjald með þraut og 12 form sem eru mismunandi að stærð og mismunandi í laginu. Teningi er kastað og allir finna þrjú form sem þeir þurfa að raða þannig að þau passi öll á spjaldið þeirra. Þeir sem ná að leysa þrautina sína fá tvo gimsteina. Fyrstur klárar, fyrstur fær.

Sá sem er með flesta gimsteina af sama lit í leikslok vinnur!

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2018 Gra Roku Family Game of the Year – Tilnefning
  • 2015/Spring Parents’ Choice Silver Honor – Sigurvegari
  • 2011 Guldbrikken Best Family Game – Tilnefning
  • 2009 Årets Spel Best Family Game – Sigurvegari
  • 2008 Juego del Año – Úrslit
  • 2008 Årets Spill Best Family Game – Sigurvegari
  • 2007 Vuoden Peli Family Game of the Year – Sigurvegari
  • 2005 Spiel der Spiele Hit für Familien – Meðmæli
  • 2005 Kinderspielexperten “8-to-13-year-olds” – Sigurvegari
  • 2005 Japan Boardgame Prize Best Foreign Game for Beginners
  • 2005 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player – Tilnefning
  • 2003 Årets Spel Best Family Game – Sigurvegari
Útgefandi

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Útgáfuár

3 umsagnir um Ubongo

  1. Avatar of Helga Gunnarsdóttir

    Helga Gunnarsdóttir

    Þetta spil er mjög skemmtilegt og krefjandi og reynir oft mjög á útsjónasemina. Maður verður alltaf jafn ánægður þegar maður nær að raða kumbunum rétt saman innan tímamarka!

  2. Avatar of Vigdís Arna

    Vigdís Arna

    Skemmtilegt og krefjandi spil, ef þú elskar tetris áttu eftir að elska þetta spil! En maður þarf að vera fljótur að hugsa og gera! Mæli með þessu spili!

  3. Avatar of Eidur S.

    Eidur S.

    Mjög gott fjölskylduspil. Markmiðið er að enda með flesta gimsteina af einum lit í lok leiksins. Í hverri umferð keppast allir um að púsla saman formum sem minna á tetris. Sá sem er fyrstur fær að velja fyrst hvaða gimsteina hann tekur af gimsteina brautinni.

    Þar sem að verðlaunin fyrir að vinna umferð eru bara að velja gimsteina fyrst, eiga þeir sem eru ekki jafn fljótir að púsla saman ennþá séns á að vinna í lokin.

    Mér finnst mjög gaman að púsla formunum saman en það er svo sem alls ekki gaman fyrir alla.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;