Tvenna – Dobble

(8 umsagnir viðskiptavina)

2.850 kr.

Aldur: 6 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 8 leikmenn
Spilatími: 5-10 mín.
Höfundur: Denis Blanchot

Uppseld

Vörunúmer: SPSS2-10494 Flokkur:
Þú þarft að skrá þig inn til að geta skráð þig á biðlistann. Vinsamlegast skráðu þig inn eða búðu til aðgang

Spilið sem þú sérð tvöfalt af!

Tvenna er spil sem samanstendur af yfir 50 táknum, 55 spjöldum, hvert þeirra myndskreytt með 8 táknum og alltaf einungis eitt tákn – já aðeins eitt – sem er eins á hverjum tveimur spjöldum!

Markmið spilsins er að vera fyrst/ur að finna táknið sem er eins á tveimur hringlaga spjöldum. Táknin geta verið misstór og staðsett á ólíkum stöðum á spjöldunum sem gerir það erfitt fyrir vik að koma augu á þau. Hvert spjald er einstakt og hefur aðeins eitt tákn sem er sameiginlegt með öllum öðrum spjöldum í stokknum.
Með stokknum er hægt að spila fimm útgáfur af spilinu, þ.e. hröðum örspilum, þar sem allir leikmenn spila samtímis. Hægt er að spila örspilin í fyrirfram ákveðinni röð, á handahófskenndan hátt, eða sama spilið er spilað aftur og aftur. Aðalatriðið er að allir skemmti sér!

Hægt er að spila nokkrar útgáfur af spilinu en hraði, eftirtektarsemi, snerpa er aðalatriðið í þeim öllum.

Tvenna kemur í fyrirferðalitlu boxi út tini og því tilvalið ferðaspil sem lítið mál að taka það með sér hvert sem er! Vitaskuld fylgja íslenskar leikreglur stokknum.

Ef þú sérð tvöfalt skaltu ei hika heldur bregðast skjótt við!!

Aldur

6 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

2, 3, 4, 5, 6, 7, 8

Framleiðandi

Asmodee

8 umsagnir um Tvenna – Dobble

 1. Sigurlaug

  Mjög skemmtilegt spil til að spila við börn. Æfir snerpu og athyglisgáfu. Ferðast líka vel og tilvalið til ferðalaga.

 2. Hjördís Jóna Bóasdóttir

  Virkilega sniðugt og skemmtilegt spil fyrir allan aldur.

 3. Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir

  Mjög skemmtilegt spil, bæði fyrir börn og fullorðna.
  Mjög gott til að þjálfa athyglisgáfu og er hægt að spila á marga vegu.
  Virkilega vel heppnað spil.

 4. Sigurður Jón

  Slær alltaf í gegn þegar að dóttir mín fær vinkonur sínar í heimsókn. Það er nógu einfallt til að hún geti kennt þeim það sjálf, og það er yfirleitt spilað aftur og aftur.
  Bíður upp á nokkrar mismunandi leiðir til að spila það, sem að gefur svo einföldu spili meiri breidd og gefur krökkum kost á að velja sér reglur sem hentar þeim best.
  Það er alveg ótrúlegt með þetta spil að sama hvað ég rembist og reyni þá er 7 ára dóttir mín bara margfallt öflugri en ég í þessu og það er sjaldgæft að ég vinni. Það er mjög skemtilegt sérstaklega með svona unga krakka, að þurfa ekki að halda aftur að sér, því þetta spil tendrar upp í skilningavitum í krökkum sem eru orðin slöpp í fullorðnum.

 5. Dröfn Teitsdóttir

  Mjög skemmtilegt spil fyrir alla fjölskylduna. Dóttir mín byrjaði að spila þetta fyrir 6 ára , það er hægt að spila á nokkra vegu til að það hæfi öllum spilurum.

 6. Kristín Óðinsdóttir

  Mjög skemmtilegt spil, bæði fyrir börn og fullorðna. Ég nota þetta oft fyrir málörvun fyrir strákinn minn.

 7. snædís

  Ósköp einfalt en samt flókið spil. Margar skemmtilegar útfærslur á sama spilinu. Hentar börnum og fullorðnum.

 8. Daníel Hilmarsson

  Tvö orð –> spenna og æsingur. Rosalega skemmtilegt spil að koma fjöri af stað. Allir leikmenn eru með spil á hendi og eitt er á borðinu. Það er alltaf eitt tákn á spilinu á borðinu á spilinu sem þú heldur á líka, en þú verður að vera undan hinum að átta þig á hvaða tákn eru eins hjá þér. Allir geta lært að spila þetta og verður spilið bara skemmtilegra með tímanum þegar fólk er orðið vant. Eini gallinn er hvað það er “erfitt” að spila við börn sem fullorðinn. Þau eru fljót að læra og verða fljótt snögg en maður þarf til að byrja með að muna að gefa þeim slaka. En þetta hentar öllum aldri og fullkomið ef börnin eru fleiri en eitt, því þá geta þau spilað á jafnara “leveli”

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Shopping Cart