Troll & Dragon

(1 umsögn viðskiptavinar)

3.450 kr.

Aldur: 7 ára og eldri
Fjöldi: 2-5 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Alexandre Emerit

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 41-51475 Flokkur: Merki:
Skoðað: 47

Spennandi og ævintýralegt teningaspil þar sem leikmenn eru hópur ofurhuga. Þeir eru ráðnir af kónginum til að safna auðæfum úr fjársjóðshelli sem gætt er af ógnvænlegu trölli og skelfilegum dreka. Leikmenn þurfa að fara inn í mismunandi hvelfingar og safna demöntum og gulli fyrir kónginn. Síðan þurfa þeir að sleppa undan tröllinu og drekanum.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

1 umsögn um Troll & Dragon

  1. Avatar of Stefán frá Deildartungu

    Stefán frá Deildartungu

    “HAHAHAHA – ég hræðist ekki tröll” hlær riddarinn kotroskinn þegar íbúar dalsins framan við drekahellinn vara hann við hættunum sem bíða hverjum þeim sem reynir að stela gullinu þaðan. “Og drekinn á ekki séns í mig – hann er gamall, blindur og hægfara”.

    Riddarinn arkar óhræddur inn í helli tröllsins, því hann veit að tröllið er ekki heima. Hellirinn er fullur af glitrandi gulli sem hann ætlar að færa konunginum – nóg til að konungurinn gefi honum hönd prinsessunnar að launum. En þarna eru líka dyr og einhvers staðar í fjársjóðnum leynist lykill að þeim. Þar fyrir innan er hellir drekans og hann er fullur af glansandi demöntum og gimsteinum, sem eru enn verðmætari en gullið.

    Þegar þú átt að gera, kastar þú teningum og miðað við hvaða hliðar koma upp, safnar þú gulli, missir teninginn eða finnur lás og lykil til að opna inn í helli drekans. Hversu oft þorir þú að kasta teningunum til að safna gulli? Ef þú kastar of oft gætir þú tapað teningunum og því ekki komist inn í helli drekans, þar sem eru miklu verðmætari fjársjóðir. EN! komist þú inn í helli drekans tekur við allt öðru vísi leit, því drekinn er heima og ætlar ekki að hleypa þér út með verðmætin sín. Á meðan þú kastar tengingunum til að safna demöntum, skiptast hinir leikmennirnir á að kasta drekateningunum og þegar þeir hafa fengið drekahöfuð á báða teningana er eins gott fyrir þig að vera búinn að kalla “FARINN”, því annars nær drekinn þér og þú missir öll verðmætin – líka gullið úr helli tröllsins.

    Sá leikmaður sem á mest verðmæti þegar annar hvor hellirinn er tómur, vinnur spilið.

    Þetta er frábært spil með krökkum og öðru fólki sem vill frekar stuð en of mikla hugsun. Ég gef því samt bara þrjár stjörnur því þó ég hafi MJÖG gaman af að spila það af og til verð ég fljótt leiður við endurtekna spilun.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;