Too Many Monkeys

(19 umsagnir viðskiptavina)

3.150 kr.

Aldur: 6 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Matthew A. Cohen

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSS2-GA241 Flokkur: Merki: , ,

Æðislegt spil frá þeim sömu og gera Sleeping Queens og Rat a tat Cat.

Apinn Primo er farinn að sjá eftir náttfatapartíinu, það eru komnir of margir apar í það, og hann langar bara að fara að sofa. Hinir aparnir eru því miður ekkert þreyttir. Þú verður því að hjálpa Primo að finna hina apana og losna við þá einn af öðrum. Leikurinn er einfaldur: Hver leikmaður fær sex hurðir (spil) fyrir framan sig. Þegar þú gerir dregur þú spil úr bunkanum og ef þú færð töluspil máttu skipta því út fyrir einni af hurðunum þínum. Þannig að með fimmu finnur þú fimmta spilið í hurðaröðinni hjá þér setur fimmuna þar og dregur spilið, sem er kannski þristur og svo koll af kolli. Fyrstur til að fá spil frá einum upp í sex vinnur umferðina! Þá er gefið aftur nema að sá sem vann fær bara fimm spil núna. Sá sem losnar fyrst við allar hurðirnar vinnur spilið!

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Útgefandi

Aldur

Útgáfuár

19 umsagnir um Too Many Monkeys

 1. Avatar of Anna Karen

  Anna Karen

  Fljótt og skemmtilegt, hægt að spila aftur og aftur. Auðvelt og það geta margir spilað i einu.

 2. Avatar of Halldóra

  Halldóra

  Skemmtilegt spil, hentar mjög vel til þess að kenna börnum að spila borðspil.

 3. Avatar of Sigurlaug

  Sigurlaug

  Skemmtilegt spil sem börnin hafa gaman að.

 4. Avatar of Hjördís

  Hjördís

  Virkilega gott spil til að kenna börnum talningu frá 1-6 með skemmtilegu auka tvisti. Þeir sem kunna auðveldlega þessa talningu finnst þetta virkilega skemmtilegt spil. Alveg niður í 4-5 (sem eru byrjuð að telja) geta spilað þetta.

 5. Avatar of Sigríður M Skúladóttir

  Sigríður M Skúladóttir

  Virkilega skemmtilegt spil fyrir allan aldur, við grípum reglulega í það.

 6. Avatar of María Þórdís Ólafsdóttir

  María Þórdís Ólafsdóttir

  Virkilega skemmtilegt fjölskylduspil. Dóttir mín sem er 4 ára vinnur okkur alltaf. Allir geta tekið þátt og haft gaman af þessu frábæra spili.

 7. Avatar of Hann Þórsteinsdóttir

  Hann Þórsteinsdóttir

  Þetta spil er spilað amk einu sinni í viku og yngsta barn heimilisins elskar þetta spil þremur árum eftir að hún fékk það í gjöf. Einfalt og skemmtilegt og merkilegt nokk þá fáum við aldrei leið á því

 8. Avatar of Erla Bára Ragnarsdóttir

  Erla Bára Ragnarsdóttir

  Mjög skemmtilegt spil fyrir börn og fullorðna að spila saman, fjögurra ára geta spilað þetta og þetta kennir börnunum í leiðinni að telja einn uppí sex. Skemmtilegt að spilið eru nokkrar umferðir þar sem allir byrja með 6 spil og þeim fækkar um eitt hjá þeim sem vinnur þá umferð.

 9. Avatar of Guðrún Matthildur Arnardóttir

  Guðrún Matthildur Arnardóttir

  Mjög skemmtilegt spil og tilvalið fyrir börn frá c.a 4-5 ára aldri eða þá sem eru farin að þekkja tölustafi eða til þess að kenna þá. Börn vilja gjarnan spila þetta spil aftur og aftur 🙂

 10. Avatar of Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir

  Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir

  Mjög skemmtilegt borðspil sem er auðvitað að læra, tekur ekki of langan tíma og hægt að spila aftur og aftur.
  Mjög vinsælt á heimilinu og einnig í grunnskóla barnanna. Mæli með

 11. Avatar of Hrafnhildur Einarsdóttir

  Hrafnhildur Einarsdóttir

  Frabært spil sem hægt er að spila aftur og aftur 🙂 hentar vel fyrir 5-8 ára

 12. Avatar of Steinunn T

  Steinunn T

  Too many monkeys er frábært spil fyrir fullorðna að spila með börnum.

 13. Avatar of Dröfn Teitsdóttir

  Dröfn Teitsdóttir

  Too many monkeys er frábært fjölskyldunni. Dóttir okkar fékk það í gjöf þegar hún var 5 ára og nú 3 árum seinna er það enn spilað. Þægilegt að læra reglurnar og gengur hratt fyrir sig.

 14. Avatar of Rakel Mjöll Guðmundsdóttir

  Rakel Mjöll Guðmundsdóttir

  Skemmtilegt og einfalt spil.

 15. Avatar of Heiða Rún Ingibjargardóttir

  Heiða Rún Ingibjargardóttir

  Eigum billjón spil og þetta spil er ALLTAF valið. Þetta spil hefur verið spilað í hverri viku og stundum alla daga í viku síðustu 5 ár. Hvort sem þú ert 4ára eða 40ára þá er þetta spil skemmtilegt !

 16. Avatar of Sigridur B

  Sigridur B

  Einfalt og skemmtilegt spil fyrir breiðan aldurshóp. Eitthvað sem allir á heimilinu nenna að spila aftur og aftur.

 17. Avatar of Birta Rún

  Birta Rún

  Frábært spil fyrir sex ára og upp úr, bæði skemmtun fyrir börn og fullorðna. Mæli með ef þið eruð í leit að spili fyrir fjölskyldustundir!

 18. Avatar of Birta Rún

  Birta Rún

  Frábært spil fyrir sex ára og upp úr, bæði skemmtun fyrir börn og fullorðna. Mæli með ef þið eruð í leit að spili fyrir fjölskyldustundir!

 19. Avatar of Sandra

  Sandra

  Mjög skemmtilegt og einfalt spil sem að við fjölskyldan spilum aftur og aftur.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Shopping Cart
;