Allir geta lært að spila Ticket to ride og haft gaman af. Spilið gengur út á að finna lestarleið á milli borga í N-Ameríku. Leikmenn fá úthlutað lestarleiðum og reyna að eigna sér leiðir smám saman í frá einni borg og í aðra. Lituð spil eru notuð til að eigna sér leiðir og litlir lestarvagnar settir á teinana til að sýna eignarhlut viðkomandi leikmanns. Sá vinnur sem fær flest stig. Einstaklega vinsælt og margverðlaunað borðspil fyrir fólk á öllum aldri!
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2010 Hungarian Board Game Award – Tilnefning
- 2008 Ludoteca Ideale Official Selection – Sigurvegari
- 2008 Gra Roku Game of the Year – Tilnefning
- 2006 Japan Boardgame Prize Best Japanese Game – Sigurvegari
- 2006 Hra roku – Sigurvegari
- 2005 Vuoden Peli Family Game of the Year – Sigurvegari
- 2005 Juego del Año – Sigurvegari
- 2005 Diana Jones Award for Excellence in Gaming – Sigurvegari
- 2005 As d’Or – Jeu de l’Année – Sigurvegari
- 2005 Årets Spill Best Family Game – Tilnefning
- 2004 Tric Trac – Tilnefning
- 2004 Spiel des Jahres – Sigurvegari
- 2004 Origins Awards Best Board Game – Sigurvegari
- 2004 Nederlandse Spellenprijs – Tilnefning
- 2004 Meeples’ Choice Award
- 2004 Japan Boardgame Prize Best Advanced Game – Sigurvegari
- 2004 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player – Tilnefning
Sigursteinn –
Ef þú hefur lítið annað spilað af stórum borðspilum fyrir utan þessi íslensku þá er þetta algjörlega spilið fyrir þig. Gott fjölskylduspil sem auðvelt er að læra og koma fólki inn í. Spil sem tekur ekki langan tíma, er skemmtilegt og spennandi og er flott í þokkabót.