Ticket to ride: Nordic

(2 umsagnir viðskiptavina)

8.350 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-3 leikmenn
Spilatími: 30-60 mín.
Höfundur: Alan R. Moon

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: NOSF1-TICKSC Flokkur:
Skoðað: 101

Þið finnið íslenskar reglur á spilavnir.isNý útgáfa af þessu geysivinsæla fjölskylduspili sérstaklega framleitt 2-3 leikmenn sem vilja flakka um  Norðurlöndin.

Í þessu ævintýralega spili tengja leikmenn lestarleiðir á milli borga í Danmörku, Finlandi, Svíþjóð og Noregi. Farðu í ferðalag milli fallegra fjarða og fjalla í Noregi, andaðu að þér söltu sjávarlofti við hafnirnar í Svíþjóð, keyrðu um græna akra Danmerkur og horfðu á miðnætursólina í Finlandi. Leikmenn fá úthlutað lestarleiðum og reyna að eigna sér leiðir smám saman í frá einni borg og í aðra. Lituð spil eru notuð til að eigna sér leiðir og litlir lestarvagnar settir á teinana til að sýna eignarhlut viðkomandi leikmanns. Sá vinnur sem fær flest stig.

Þyngd 0,5 kg
Aldur

Vörumerki

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Seríur

Útgáfuár

Fjöldi púsla
Útgefandi

2 umsagnir um Ticket to ride: Nordic

  1. Avatar of Sigurður Jón

    Sigurður Jón

    Á eftir USA og Europe þá lendir Nordic Countries í þriðjasæti fyrir mér. Eins og öll ticket to ride kort þá er þetta flott viðbót. Það er samt í raunini ekki viðbót því það kemur með lestum og spilum og stendur því alveg á eigin fótum. Það er samt minna um sig en forfeður þess, því það spilast aðeins með 2-3 leikmenn.
    Spilið er þéttara og það eru fleiri flöskuhálsar og göng á óþægilegum stöðum en öðrum ticket to ride kortum nema þá kannski Sviss.
    Þetta verður til þess að margar leiðir sem leikmenn reiða sig á lokast og setja öll þeirra plön algerlega á hvolf, það getur í sumum tilfellum kostað þá sigurin nokkuð snemma í spilinu.
    Þemað er æðislegt, Skandinavísk vetrar/jóla stemming. lestarspilin fá nýja hönnun í takt við þemað og lestarnar eru flottar á litin. Fjólubláar, svartar og hvítar, en þessir litir renna stórkostlega saman, og það er skemtilegt hvað svona smáatriði gerir mikið fyrir leikin.

    Við spilum Nordic Countries nokkuð reglulega, það er alltaf tekið fram á jólunum. En það á það til að gera leikmenn pirraða þegar að þröngir flöskuhálsar lokast og leggja samgönguáætlanir þeirra í rúst.

  2. Avatar of Eyrún Halla Kristjánsdóttir

    Eyrún Halla Kristjánsdóttir

    Eitt af uppáhalds Ticket to ride spilunum mínum ásamt Sviss. Kosturinn við þetta spil er að það er ekki viðbót heldur sér spil með nýjum litum af lestum og hjálpar mikið til að uppáhaldsliturinn minn er á lestunum, fjólublár. Gaman að hafa fleiri kort til að hafa fleiri staði til að ferðast á 🙂

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;