The Crew

(6 umsagnir viðskiptavina)

3.350 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2-5 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Thomas Sing

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 91-691868 Flokkur: Merki: , ,
Skoðað: 246

Geimfarar óskast! Vísindamenn segjast hafa uppgötvað dularfulla plánetu yst í sólkerfinu en gengur illa að framreiða haldbærar sannanir fyrir tilvist hennar. Þið eruð ráðin í spennandi geimævintýri til að finna út hvort eitthvað sé til í kenningunum.

Í spilinu þarf að leysa 50 mismunandi verkefni á ferðinni um sólkerfið og það mun aðeins takast ef allir leggjast á eitt. Samskipti eru lykilatriði við að leysa áskoranir og ná markmiðinu… en geimnum getur það verið hægara sagt en gert…

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2021 As d’Or – Jeu de l’Année Expert – Sigurvegari
  • 2020 Tric Trac – Tilnefning
  • 2020 Tric Trac de Bronze
  • 2020 Spiel der Spiele Hit mit Freunden – Meðmæli
  • 2020 Nederlandse Spellenprijs Best Advanced Game – Sigurvegari
  • 2020 Kennerspiel des Jahres – Sigurvegari
  • 2019 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
  • 2019 Golden Geek Board Game of the Year – Tilnefning
  • 2019 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
  • 2019 Golden Geek Best Cooperative Game – Sigurvegari
  • 2019 Golden Geek Best Card Game – Tilnefning

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Útgefandi

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

6 umsagnir um The Crew

  1. Avatar of Þorri

    Þorri

    Ofboðslega vel heppnað samvinnuspil — ekki ósvipað kana í grunninn — þar sem við keppumst um að fá rétt spil í rétta slagi í réttri röð.

  2. Avatar of Salóme Mist Kristjánsdóttir

    Salóme Mist Kristjánsdóttir

    Þetta er skemmtilegt lítið samvinnuspil EF þú ert með réttan hóp fyrir það. Fólk þarf helst að vera smá vant stokkaspilum sem ganga út á að ná slögum (trick-taking games).

  3. Avatar of Klara

    Klara

    Allir eru að vinna saman í þessu spili og það er svo auðvelt að brainfarta óvart sem skilar sér oftast í miklum hlátrasköllum. Sérstaklega með 50+ foreldum þínum.

  4. Avatar of Þorsteinn Atli Kristjánsson

    Þorsteinn Atli Kristjánsson

    Þegar ég næ að draga foreldra mína með mér í spil og við eyðum tímum saman í að grenja úr hlátri yfir því þegar allir skiptast á að heilaprumpa… þá fær spil sjálfkrafa himinháa einkunn.
    Auðvelt að kenna, keimlíkt mörgum af þessum gömlu spilastokksspilum svo að auðvelt er að fá alla með. Spilast líka hratt og verður alltaf mismunandi með hverri spilun.
    Finnst samt gæði spilanna (card quality) ekki nógu gott þar sem spilin eiga það til að festast saman eftir um 8 spilanir.
    Annars topp spil fyrir 3-5 leikmenn.

  5. Avatar of Jakob Ævarsson

    Jakob Ævarsson

    Ég var smá stund að átta mig á þessu spili, þrátt fyrir að þetta sé frekar einfalt í grunninn. Þetta er samvinnu-útgáfa af ólsen ólsen, þannig séð. Leikmenn keppast um að réttur aðili vinni réttan slag. Þetta er gott spil til að draga inn fólk sem er ekki mikið að spila borðspil.

  6. Avatar of Stefán Ingvar Vigfússon

    Stefán Ingvar Vigfússon

    Frábært samvinnuspil, ekkert ósvipað kana, með allskyns þrautum. Mér fannst það hljóma rosa illa, en það er eitt af mínum uppáhalds.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;