Svindlandi mölur

(3 umsagnir viðskiptavina)

2.950 kr.

Aldur: 7+
Fjöldi: 3-5 leikmenn
Spilatími: 15-25 mín.
Höfundur: Emely Brand, Lukas Brand

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: NOSS2-08626 Flokkur: Merki:
Skoðað: 373

Er bannað að svindla? Ekki í þessum ósvífna spilaleik!

Hér áttu, með slungnu svindli og með því að lauma lymskulega spilunum frá þér, að keppast við að verða fyrsti leikmaðurinn til að losna við öll spilin sín. Sæmilega einfalt verkefni ef ekki væri fyrir vökulum augum varðlúsarinnar…

Þú getur lævíslega látið einstök spil hverfa ,t.d. með því að lauma þeim undir borðið, henda þeim yfir öxlina eða fela þau í erminni… Allt sem er skemmtilegt er leyfilegt!

Framleiðandi

Nordic Games

Fjöldi spilara

3-5

Aldur

7+

Spilatími

30 mín.

Verðlaun

Aldur

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla
Útgefandi

3 umsagnir um Svindlandi mölur

  1. Avatar of Sigurður Jón

    Sigurður Jón

    Ólsen ólsen upp og niður, nema hvað það má svindla.
    Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið lúmskt við það að svindla þó svo að það sé fylgst með því.
    Einn leikmaður er vörðurin og á að reyna að komast upp um þá sem eru að svindla. Vörðurin má ekki svindla sjálfur en ef hann kemur upp um svindlara þá færist vörðurin yfir á svindlaran og fyrrum vörðurin getur þá svindlað að vild, svo lengi sem hann er ekki gómaður.
    Það er mjög gaman þegar að upp kemst svo um svindlið og menn fara að líta í kringum sig. Þar liggja spil í hrúgum á gólfinu eða velta úr ermum og sum lenda á ólýklegustu stöðum. Reglurnar passa upp á það að svindlið sé ekki svo mikið að þú getir losað þig við alla hendina í einu bragði og svindlið takmarkast við eitt spil í einu.
    Þetta er spil sem tekur sig ekki of alvarlega og er bara létt og skemtileg leið til að byrja spilakvöld eða bara drepa tíman. Það nýtur sín best með 4-5 leikmenn og ef leikmenn hafa náð aldri til að spila ólsen ólsen þá geta þeir spilað þetta.

    Ein mikilvæg regla í spilinu er að þó svo það megi svindla þá má ekki ljúga. Það dregur úr fjörinu og grunnstoðum leiksins. Leikmenn eru svindlarar, en þeir eru ekki lygarar =)

  2. Avatar of Salóme

    Salóme

    Líkt ólsen ólsen upp og niður nema það má svindla með því að stinga spilum undir rassinn eða á gólfið. Einfalt en getur orðið ótrúlega skemmtilegt, bæði með börnum sem og fullorðnum.

  3. Avatar of Daníel Hilmarsson

    Daníel Hilmarsson

    Skemmtileg hugmynd að olsen olsen þar sem er leyfilegt að svindla. Ef þú ert of einbeittur í að ákveða næstu spil sem þú ætlar að leggja niður, getur þú misst af því þegar annar leikmaður lætur spilin sín hverfa. Þá má þó ekki láta síðasta spilið sitt hverfa og það sem gerir spilið skemmtilegt er að einn leikmaður er vörðurinn og ef hann sér leikmann losa sig við spil getur hann gert hann að verði í staðinn, en vörðurinn má ekki svindla og er því sá eini sem þarf að losa sig við öll spil á eðlilegan máta

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;