Svarti sauðurinn

(2 umsagnir viðskiptavina)

6.850 kr.

Aldur: 18 ára og eldri
Fjöldi: 4 til 8 leikmenn
Hönnuðir: Jóhannes Helgason, Valþór Örn Sverrisson

Á lager

Vörunúmer: 5690055801162 Flokkur:

Lýsing

Stórhættulegt borðspil ætlað 18 ára og eldri. Með því að spila spilið er komist að því hver í hópnum er  Svarti Sauðurinn. Spilið mun reyna á fjölskyldubönd, styrk sambanda og vináttu allra þeirra sem taka þátt.

Það sigrar enginn Svarta Sauðinn! Í leikslok mun koma í ljós hver úr hópnum er Svarti Sauðurinn.

 • Hver í hópnum notar of mikinn rakspíra?
 • Hver er mest óviðeigandi?
 • Hver er verst/ur í að leggja?
 • Hvern viltu alls ekki hafa með þér á eyðieyju?
 • Hver er nískastur?

Með því að svara þessum spurningum og mörgum fleirum mun sannleikurinn koma í ljós, sannleikur sem ekki allir vilja heyra.

Spilið er ekki fyrir viðkvæma og ef einhver sambönd á milli þeirra sem spila eru ekki nægilega sterk gæti farið illa.

Nánari upplýsingar

Aldur

18 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

4, 5, 6, 7, 8

2 umsagnir um Svarti sauðurinn

 1. Jónatan

  Konan fór frá mér eftir eitt gott spil með fjölskyldunni, krakkarnir grenjuðu sig í svefn og núna er ég að gista hjá mömmu og pabba og afi fór útí sveit með hundinn og við sjáum þá líklega aldrei aftur, annars var þetta frábært spil og er vitað að konan mín er svarti sauðurinn

 2. Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

  Þetta er frábært spil, en nauðsynlegt að spila það með fólki sem maður þekkir vel, skemmtilegra að vera með 5+ frekar en 4.

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.