Stroganov

11.360 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 90 mín.
Höfundur: Andreas Steding

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: GABPAR02 Flokkur:
Skoðað: 16

Á 16. öld byrjaði Rússland að stækka í austur til að ná yfirráðum í hinni gríðasrstóru Síberíu. Þessi hluti sögunnar er mjög tengdur nafninu „Stroganov“.

Í spilinu Stroganov reyna leikmenn að safna bestu feldunum til að auðgast og öðlast frægð og frama. Leikmenn munu ferðast um Síberíu yfir vor, sumar og haust, og svo halda heim á leið á veturna. Eftir fjögur ár (umferðir), þá mun leikmaðurinn sem best nýtti aðgerðir sínar og safnaði flestum stigum sigra.

Á hverju ári þurfa leikmenn að ferðast austur yfir landið. Hægt er að nota hesta til að ferðast lengra. Þegar því ferðalagi er lokið, þá má nota aðgerð eins og að versla eða safna feldi eða peningum. Að lokum má taka eina aðgerð til viðbótar, eins og að heimsækja þorp, koma upp yurt, taka á móti ósk frá keisaranum (spil), koma upp veiðikofa, eða kaupa land. Allar þessar aðgerðir — í bland við landkö0nun og sögur sem verða til á leiðinni — verða að stigum í leikslok.

Á hverjum vetri halda leikmenn heim til Tyumen til að undirbúa nýtt ár.

Eftir fjögur ár lýkur spilinu, leikmenn skora sér stig út frá landsvæðum, óskum keisarans sem hafa verið uppfylltar, veiðikofum, magni af feldi og fleiru.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Stroganov”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;