Spyfall

(2 umsagnir viðskiptavina)

4.980 kr.

Aldur: 13 ára og eldri
Fjöldi: 3-8 leikmenn
Spilatími: 15 mín.
Höfundur: Alexandr Ushan

Ekki til á lager

Þú þarft að skrá þig inn til að geta skráð þig á biðlistann. Vinsamlegast skráðu þig inn eða búðu til aðgang
Vörunúmer: SPSS2-01904 Flokkur: Merki: ,

Lýsing

Spyfall er partýspil sem á sér engan líka. Einn leikmaður er njósnari og hinir eru að reyna að finna hann. Allir fá spil með stað. Staðurinn getur verið geimskip, skemmtiferðaskip, spilavíti eða háskóli. Nema njósnarinn, – hann fær bara spil sem á stendur að hann sé njósnarinn.

Leikmenn skiptast á að spyrja hvern annan spurninga í von um að finna út hver það er sem hefur enga hugmynd um staðinn sem allir eru á. Á meðan er njósnarinn að reyna að púsla saman líklegri staðsetningu miðað við spurningar og svör hinna leikmannanna.

Þetta er partýspil sem allir verða að prófa.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

 • 2016 Spiel des Jahres – Meðmæli
 • 2016 Årets Spil Best Adult Game – Sigurvegari
 • 2015 Vuoden Peli Party Game of the Year – Tilnefning
 • 2015 Cardboard Republic Socializer Laurel – Tilnefning
 • 2014 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
 • 2014 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning

Nánari upplýsingar

Aldur

12 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

3, 4, 5, 6, 7, 8

2 umsagnir um Spyfall

 1. Linda Björg Guðmundsdóttir

  Þetta er mjög gott partíspil með rétta fólkinu. Það er best í hóp með opnu og hugmyndaríku fólki. Því fleiri, því betra.

 2. Eidur S.

  Ég sæki minna í þetta heldur en önnur blekkingarspil aðallega því Spyfall er svo taugatrekkjandi. Í hverri umferð er einhver spæjari sem enginn annar veit hver er. Allir aðrir fá spil sem segir þeim á hvaða stað þau eru, þá t.d. á hóteli, lest, eða skóla. Á meðan umferð er í gangi, sem er átta mínútur, skiptast leikmenn á að spyrja aðra leikmenn spurninga.

  Hægt er að stoppa leikinn ef einhver heldur að hann viti hver spæjarinn er og þá er kosið um það. Ef tíminn klárast og hópurinn er sammála um hver er spæjarinn er og hefur rétt fyrir sér vinna þau, annar spæjarinn. Spæjarinn getur líka alltaf stoppað leikinn til að giska á hver staðsetningin er.

  Þannig reynir spæjarinn að þykjast vita hver staðsetningin er á meðan umferðin er í gangi. Á sama tíma eru hinir að reyna að spyrja spurninga sem gerir staðsetninguna ekki of augljósa fyrir spæjarann.

  Mæli með ef þið hafið fengið nóg af öðrum blekkingar spilum eins og Avalon.

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.