Splendor

(11 umsagnir viðskiptavina)

6.450 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Marc André

Á lager

Vörunúmer: SPSF1-21537 Flokkur:

Lýsing

Splendor er snarpt og ávanabindandi spil þar sem leikmenn í hlutverki verslunarmanna á endurreisnartímabilinu keppast við að auka auð sinn og virðingu. Gimsteinanámur, verslanir og kaupskipafloti er meðal þess sem kaupmenn eignast og hver veit nema aðalsmenn og konur veiti þér stuðning sinn. Í hverri umferð geta leikmenn sankað að sér gimsteinum, keypt og byggt spil sem er í boði eða tekið frá spil svo andstæðingurinn fái það ekki. Spilin í eigu leikmanna gefa síðan mismunandi mörg stig. Fljótlega vindur veldi leikmanna upp á sig og þeir eiga auðveldara með að stækka og hagnast. Sá sem er fyrstur til að fá 15 stig er sigurvegari. Framleiðslan er öll til fyrirmyndar. Spilin eru fallega myndskreytt og gimsteinarnir vandaðir og eigulegir.

Nánari upplýsingar

Framleiðandi

Asmodee

Fjöldi spilara

2-4

Aldur

10+

Spilatími

30 mín.

Verðlaun

Spiel Des Jahres

Aldur

10 ára og eldri

11 umsagnir um Splendor

 1. Þorri

  Skemmtilegt fjölskylduspil sem er einfalt að kenna og koma nýju fólki í. Ekki djúp strategía, en aðgengilegt og þægilegt fyrir breiðan aldurshóp. (Við erum 7 – 43 ára í fjölskyldunni).

 2. Sigurlaug

  Mjög skemmtilegt spil.

 3. Magnús Halldór Pálsson

  Eitt af uppáhalds spilum fjölskyldunnar. Auðvelt að læra og fljótlegt að spila. “Póker” peningarnir gefa spilinu líka aukið gildi en það er alltaf gaman að spila með flotta spilahluti (e. components).

 4. Sigurður Jón

  Splendor fær fullt hús stiga frá mér. Það spilast sérlega vel fyrir tvo.
  Reglurnar eru einfaldar og það er fljótlegt að stilla því upp.
  Leikmenn eru að byggja upp nokkurskonar vél, þar sem að markmiðið er að ná fyrstur upp í 15 stig.
  Fyrir framan leikmenn eru spil sem kosta ex mikið af demöntum. Leikmenn velja þá hvort þeir taki demanta á hendi eða kaupi spil fyrir demanta sem þeir höfðu safnað áður. Spilin gefa leikmönnum svo afslátt af öllum öðrum spilum sem þeir kaupa seinna í leiknum. Sum þessara spila verðlauna leikmenn með stigum, frá einu upp í fimm.
  Það er góð tilfining að taka upp verðmæt stigaspil eftir að hafa byggð upp góðan grunn af ódýrari spilum (demöndum).
  Spilið býður upp á mismunandi taktík sem leikmenn geta haft eftir sinni hentusemi. Einn leikmaður gæti byggt sína vél á því að kaupa ódýr spil allt þangað til í lokasprettinum og byrja þá að raða inn dýrari spilum á afslætti.
  Annar gæti fókusað á að taka sækjast eftir dýrari spilum snemma á kostnað þess að þurfa að hafa færri spil á hendi og ná upp í 15 stigin áður en vélar mótspilarana detta almennilega í gang og fara að raða inn stigum.

  Splendor er spilað mikið á þessu heimili og það er aldrei leiðinlegt.
  Ef ég á að finna eitthvað að þessu spili þá er það algert smáatriði. Það er ekki endilega algengt að kassin fyrir spil sé skipulagður þannig að allt eigi sér stað og raðist vel í hann, það flýtir fyrir upsetningu og gerir allt svo mikið þægilegra. Splendor hefur þetta og það er frábært…… ef að spilið liggur þar að segja… Ef þú setur það á hliðina þá sturtast alltsaman til í kassanum og ég leifi þessu að fara í taugarnar á mér.

  Ég mæli mikið með Splendor, ég sé sjálfan mig fyrir mér spila það af og til enþá eftir 30 ár.

 5. Salóme

  Mjög gott spil að því leiti að það er auðvelt að útskýra og gott spil fyrir óvana spilara. 15 stigin sem þarf til að vinna er heldur lítið. Spilarar eru rétt komnir almennilega inn í leikinn og farnir að kaupa dýrustu spilin þegar leikurinn er búinn. Mæli með að hækka takmarkið í amk. 20 stig.

 6. Anna Margrét Kornelíusdóttir

  Sérlega skemmtilegt spil fyrir tvo og einfalt að læra á það. Eftir því sem maður spilar oftar má prófa ýmsar strategíur sem gerir spilið enn meira spennandi.

 7. Ísak Jónsson

  Einfalt en mjög skemmtilegt spil sem tekur ekki langan tíma að spila. Einnig hægt að fá með Marvel-bragði sem er kannski skemmtilegri þema fyrir krakka.

 8. María Ásmundsdóttir Shanko

  Skemmtilegt spil

 9. Óskar Örn

  Ágætis “skyndispil” sem er einfalt að læra og tekur kannski 15 mín að spila.
  Hef bara spilað 2ja manna við 10 ára dóttur mína og hún vinnur mig oftar en ég hana! Get ekki tjáð mig um hvort skemmtilegra sé að spila 3 eða 4 saman, okkur tekst ekki að narra aðra með okkur…

 10. Eyrún Halla Kristjánsdóttir

  Mjög skemmtilegt spil bæði fyrir bara tvo eða fleiri.

 11. Stefán Ingvar Vigfússon

  Mjög skemmtilegt og intense stutt spil!

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.