Small World

(5 umsagnir viðskiptavina)

8.970 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-5 leikmenn
Spilatími: 40-80 mín.
Höfundur: Philippe Keyaerts

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSF2-26914 Flokkur: Merki: ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 72

Þið finnið íslenskar reglur á spilavnir.isSmall World er frábært borðspil sem hentar bæði mjög vel fyrir fjölskylduna sem og lengra komna borðspilara, þar sem mismunandi kynþættir úr ævintýrunum berjast um landsvæði. Rottumenn, orkar, menn, álfar og margar fleiri tegundir lifa saman í allt of litlum heimi. Hvert kyn hefur síðan sérstakann eiginleika og auka eiginleika. Fjölbreytileikinn er þannig töluverður þar sem þjóðir og ólíkir eiginleikar lenda saman á mismunandi máta í hvert skipti. Þjóðflokkana notar þú síðan til að ná yfirráðum á landsvæðum í heimi sem er of lítill til að rúma þá alla. Þegar þjóðin þín er orðin dreifð eða lítil tekur þú bara nýjan þjóðflokk og byrjar kappið um yfirráðin upp á nýtt.

Sérstaklega vel hannað spil þar sem það er mismunandi stærð af spilaborði eftir hversu margir leikmenn spila. Spilið virkar þannig eins hvort sem 2 eða 5 leikmenn spila.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2013 Gra Roku Game of the Year – Sigurvegari
  • 2011 Ludoteca Ideale Official Selection – Sigurvegari
  • 2010 JoTa Best Wargame – Tilnefning
  • 2010 JoTa Best Wargame Critic Award
  • 2010 JoTa Best Wargame Audience Award
  • 2010 JoTa Best Family Board Game – Tilnefning
  • 2010 JoTa Best Family Board Game Critic Award
  • 2010 JoTa Best Family Board Game Audience Award
  • 2010 JoTa Best Artwork – Tilnefning
  • 2010 Guldbrikken Special Jury Prize
  • 2010 Gouden Ludo Nominee
  • 2010 Golden Geek Best Wargame – Tilnefning
  • 2010 Golden Geek Best Strategy Board Game – Tilnefning
  • 2010 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
  • 2010 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning
  • 2010 Games Magazine Game of the Year – Sigurvegari
  • 2010 Boardgames Australia Awards Best International Game – Tilnefning
  • 2010 As d’Or – Jeu de l’Année Prix du Jury – Sigurvegari
  • 2010 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
  • 2009 Tric Trac d’Or
  • 2009 Spiel der Spiele Hit für Experten – Meðmæli
  • 2009 Meeples’ Choice Award
  • 2009 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Tilnefning
  • 2009 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player – Tilnefning
  • 2009 Golden Geek Best Wargame – Tilnefning
  • 2009 Golden Geek Best Gamers’ Board Game – Tilnefning
  • 2009 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
  • 2009 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning
Þyngd 0,5 kg
Útgefandi

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Merkingar

Varan er CE merkt

Útgáfuár

Fjöldi púsla

5 umsagnir um Small World

  1. Avatar of Hafþór

    Hafþór

    Small World er frábær stríðsleikur. Er besti herkænskuleikur sem er með spilatíma upp á 90 mín. Gott tvist í hvort þú ert að verjast eða sækja. Kallar á klókindi hvort þú myndar vinasamband við einhvern af mótherjum þínum sem þú þarft svo að svíkja á endanum. Það var mikið hlegið yfir þessum leik.

  2. Avatar of Sigurjón Magnússon

    Sigurjón Magnússon

    Small world er rosalega sniđugt spil sem auđvelt er ađ læra, í þessu spili þarf mađur ađ hugsa marga leiki fram í tíman

  3. Avatar of Magni

    Magni

    Einfalt og flott spil sem reynir á kænsku og útsjónarsemi. Á að halda áfram að sigra lönd með núverandi ættbálk eða er kominn tími til að gefa hann upp á bátinn og finna sér nýjann kynþátt til að leiða áfram. Mjög byrjendavænt.

  4. Avatar of Magnús Halldór Pálsson

    Magnús Halldór Pálsson

    Eitt af mínum uppáhalds spilum. Fljótlegt að kenna svo maður geti 1, 2 og 3 byrjað að spila. Þetta spil ætti að notast til að afvatna gamla RISK spilara til að sýna fram á að það er ljós við enda gangsins.

  5. Avatar of Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Virkilega skemmtilegt spil, pínu flókið til að byrja með en þegar maður er búinn að læra á það er þetta mjög skemmtilegt.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;