Lýsing

Fjölbreytt fjölskyldu- og partýspil sem kitlar hláturtaugarnar. Kanntu að leika þyrlu? Kanntu að hrína eins og svín? Er það sturluð staðreynd að allir ísbirnir séu örvhentir? Hvað myndu vinir þínir setja á samfélagsmiðlana þína ef þeir fengju að stjórna þeim? Stórskemmtilegt fjölskyldu- og partýspil sem reynir á tjáskipti. Skellur hentar við öll tækifæri og kemur öllum í gott skap.