Sequence

(10 umsagnir viðskiptavina)

4.980 kr.

Aldur: 7 ára og eldri
Fjöldi: 2-12 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Doug Reuter

Ekki til á lager

Þú þarft að skrá þig inn til að geta skráð þig á biðlistann. Vinsamlegast skráðu þig inn eða búðu til aðgang
Vörunúmer: NOSF1-SEQU Flokkur:

Lýsing

Markmiðið í Sequence er að vera fyrsti leikmaðurinn til að leggja tvær raðir með fimm spilapeningum í sama lit, upp, niður, til hliðar, eða á ská. Spennan og hraðinn eykst með hverri umferð en mikilvægt er að leggja niður á réttum tíma, spila skipulega og með smá heppni þá er sigurinn í höfn.

Sequence er frábært spil til að spila í litlum jafnt sem stórum hóp en allt að 12 manns geta spilað saman.

Seqeunce brúar kynslóðaspilið og hentar jafn vel í fjölskylduboðum og upp í sumarbústað. Eitt af uppáhaldsspilum Spilavina.

Nánari upplýsingar

Aldur

7 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, Fleiri en 10

Útgefandi

Goliath

10 umsagnir um Sequence

 1. Inga Rós

  Frábært spil

 2. Inga Sörens.

  Einfalt, auðvelt að læra, auðvelt að spila. Skemmtilegur rólegur leikur, sem tekur stuttan tíma. Hægt að skemma fyrir hinum og allskonar skemmtilegt. Einfalt að kenna og þetta er ekta svona leikur sem allir geta spilað. Þægilega stutt.

 3. Hildur H

  Eitt af uppáhalds og ætti að vera skyldueign á hverju heimili, einfalt og eitthvað sem allir geta spilað.

 4. Hjördís Jóna Bóasdóttir

  Eitt af spilunum sem ég get endalaust spilað

 5. Erla Björk Helgadóttir

  Skemmtilegt og auðvelt spil að læra fyrir allan aldurshóp,þar sem yngri börn geta spilað með foreldrum.

 6. Kolbrún

  Skemmtilegt og auðvelt fyrir allan aldurshóp. Mér finnst skemmtilegra að spila það bara tveir leikmenn og því er það afskaplega hentugt að grípa í þegar menn nenna ekki lengur hefðbundnum spilastokk.

 7. Guðlaug Bára Helgadóttir

  Við fjölskyldan höfum alltaf gaman af þessu spili. Einfalt og skemmtilegt.

 8. Regína

  Sequence er spil sem er svo skemmtilegt að fjölskyldan spilar það ár eftir ár. Oftast erum við fjögur og spilum sem tvö lið. Minnir um margt á gömlu mylluna og við höfðum aldrei fyrr tekið eftir að gosar væru eineigðir og tvíeigir. Það besta er að spilaborðið er þannig að þú veist aldrei hvort þú ert með góð spil á hendi. Það er galdurinn í spilinu.

 9. Dröfn Teitsdóttir

  Spil sem fjölskyldan tekur fram aftur og aftur. Spilarar á öllum aldri geta spilað, bara með mismikilli kænsku 😉 en það breytir því ekki að þeir yngri geta líka unnið þó hinir fullorðnu leggi sig alla fram.
  Tvöfaldur spilastokkur og öll spil eiga sér stað á borðinu, nema gosarnir, þeir eru villtir.

 10. Magnus

  Þegar komin er ró í kot,
  Er gott að opna drykk.
  Draga fram Sequence eins og skot,
  Og spila við konuna, þvílíkt kikk!

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.