Secret Hitler

(6 umsagnir viðskiptavina)

9.350 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 5 til 10 leikmenn
Spilatími: 45 mín.
Höfundar: Mike Boxleiter, Tommy Maranges, Max Temkin

* Uppselt *

Vörunúmer: 711746275073 Flokkur: Merki: , ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 2.310

Secret Hitler er spil þar sem hver leikmaður er annað hvort fasisti eða frjálslyndur, og eitt ykkar er Hitler. Fasistarnir reynar að sá vantrausti og koma leiðtoga sínum að, á meðan hinir frjálslyndu reyna að finna Hitler og stöðva hann áður en það er um seinan. Frjálslyndir eru alltaf í meirihluta.

Í upphafi spilsins loka leikmenn augunum og fasistarnir fá að vita hver af öðrum. Hitler er með augun lokuð, en setur þumalinn í loft til að fasistarnir viti hver hann er. Þannig að fasistarnir vita hver er Hitler, en Hitler veit ekki hverjir eru fasistar, og hinir frjálslyndu vita ekki hver neinn er.

Umferðirnar fara þannig fram að leikmenn velja sér forseta og kanslara sem munu vinna saman til að leggja fram lög sem eru dregin úr stokki. Ef stjórnvöldin samþykkja fasísk lög, þá þurfa leikmenn að reyna að komast að því hvort þeir hafi verið sviknir eða séu einfaldlega óheppnir. Ef fasisminn kemst of langt fá stjórnvöld sérstök völd. Fasistarnir munu nota þau völd til að skapa óreiðu nema frjálslyndir geti bjargað þjóðinni frá stríði.

Markmið frjálslyndra er að koma á fimm frjálslyndum lögum eða taka Hitler af lífi. Markmið fasistanna er að koma á sex fasískum lögum eða kjósa Hitler sem kanslara þegar þrjú fasísk lög hafa gengið í gegn.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2016 Golden Geek Best Party Game – Tilnefning

 

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , , ,

6 umsagnir um Secret Hitler

  1. Avatar of Anna Margrét Kornelíusdóttir

    Anna Margrét Kornelíusdóttir

    Þetta er stórskemmtilegt hópaspil! Við höfum spilað það bæði í litlum hópi (4-5) og stórum (10-12) og hvort um sig virkar vel. Það er gaman að sjá hvernig spilarar móta sér strategíu í leiknum og einnig getur reynt á lygahæfileikana.

  2. Avatar of Ásta Eydal

    Ásta Eydal

    Mjög skemmtilegt spil fyrir bæði litla og stóra hópa! Gæti þó valdið vantrausti milli vina þegar lygarnar fara streyma fram!

  3. Avatar of Hann Þórsteinsdóttir

    Hann Þórsteinsdóttir

    Þetta er skemmtilegasta spil sem ég hef spilað og tvö síðustu jól hefur stórfjölskyldan vakað fram eftir kvöld eftir kvöld því við gátum ekki hætt. Of skemmtilegt hreinlega.

  4. Avatar of Stefán Ingvar Vigfússon

    Stefán Ingvar Vigfússon

    Fullkomið party spil, þemað gerir það að verkum að gangur spilsins er miklu kjánalegri og fyndnari. Mjög skemmtileg útgáfa af varúlfi!

  5. Avatar of Kristinn Pálsson

    Kristinn Pálsson

    Besta hópaspilið á markaðnum. Lygar og dulin hlutverk einkenna spilið í anda “Varúlfs” eða “Mafíu”. Spilið er í grunninn “rauðir” á móti “bláum” og hefur ekkert stjórnmál að gera og því einfalt bæði að læra og komast inn í. Útlit þess er mjög flott.
    Bestu leikirnir eru með um 7-8 leikmönnum, þá komast flestir að í spilinu og skipting liða er nokkuð jöfn.
    Gott er að spilahópurinn sé opinn og taki þátt í umræðum. Gæti þurft eitt spil til þess að nýir leikmenn átti sig á gangi leiksins og hvernig best er að spila úr aðstæðum.

  6. Avatar of Eidur S.

    Eidur S.

    Það sem gerir þetta spil skemmtilegra en flest hinna í sama flokk, er að það er erfiðara að rekja með bara góðu minni hverjir eru að segja satt og hverjir ekki.

    Spilað er með tvemur liðum þar sem þeir sem eru í vonda liðinu vita hverjir hinir í vonda liðinu eru. Markmið þeirra í góða liðinu er að fá góð lög í gegn og þeirra vondu að fá vond lög í gegn. Í hverri umferð fær einn leikmaður það hlutverk að velja sér samstarfsfélaga, því næst kjósa allir aðrir um hvort þeir treysti þeim saman. Ef þeim er treyst dregur annar þeirra þrjú spil úr bunka sem samanstendur af góðum og vondum lögum og réttir hinum tvö þeirra. Sá velur annað þeirra og koma þau lög í gegn.

    Þetta verður til þess að mögulega dró sá fyrri bara þrjú góð eða þrjú vond lög og neyðist sá seinni því til að samþykkja lög sem hann hefði ekki viljað fá í gegn. Því er mjög erfitt að vita hvar maður hefur aðra leikmenn og í hvaða liði þeir eru.

    Spilið er skemmtilegast þegar sem flestir eru, því helst amk. 7 leikmenn.

    Mæli með.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;