Scythe

(2 umsagnir viðskiptavina)

14.980 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 1 til 5 leikmenn
Spilatími: 90-115 mín.
Höfundur: Jamey Stegmaier

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSF4-25005 Flokkur: Merki:
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 118

Scythe er stórt og þungt spil sem fólk hefur ekki undan að hlaða lofi á. Spilið gerist árið 1920 í hliðarheimi við okkar og keppast leikmenn við að koma sínu fólki til valda. Taka þarf yfir landsvæði, ráða sérfræðinga, framleiða afurðir og byggja mannvirki. – Jafnvel gríðarstóra vélskrímsli.

Scythe er worker placement spil þar sem hafa þarf nokkra leik í huga fram í tímann. Í lok leiks vinnur sá sem á mestan pening en vinsældir meðal almennings spila stóran þátt í lokastigagjöfinni.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2017 Scelto dai Goblin – Sigurvegari
  • 2017 Jogo do Ano – Tilnefning
  • 2017 International Gamers Award – General Strategy: Multi-player Nominee
  • 2017 Goblin Magnifico – Tilnefning
  • 2017 Best Science Fiction or Fantasy Board Game – Tilnefning
  • 2017 As d’Or – Jeu de l’Année Expert – Sigurvegari
  • 2016 Tric Trac d’Or
  • 2016 Swiss Gamers Award – Sigurvegari
  • 2016 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
  • 2016 Golden Geek Board Game of the Year – Sigurvegari
  • 2016 Golden Geek Best Thematic Board Game – Sigurvegari
  • 2016 Golden Geek Best Strategy Board Game – Sigurvegari
  • 2016 Golden Geek Best Solo Board Game – Sigurvegari
  • 2016 Golden Geek Best Board Game Artwork & Presentation – Sigurvegari
  • 2016 Cardboard Republic Architect Laurel – Tilnefning

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Fjöldi púsla
Útgefandi

2 umsagnir um Scythe

  1. Avatar of Magnús Halldór Pálsson

    Magnús Halldór Pálsson

    Eitt af betri borðspilum sem komið hafa út síðustu ár. Spilahlutirnir eru afar vandaðir, eins og allt sem Stonemaier Games útgáfan sendir frá sér, en einnig er hægt að kaupa aukahluti eins og spilapeninga úr málmi, stærra spilaborð og þ.h. Allt er mjög vel útpælt og myndskreytingarnar eru hreinlega stórkostlegar. Fyrstu spilanirnar gat ég ekki annað en starað á sum spilin, svo flottar voru myndirnar.
    Auk þess er hægt að fá aukapakka við spilið sem bæta við nýjum reglum, spilahlutum og líklega ein best heppnaða legacy viðbót sem nokkurt spil hefur komið með (þar er ég að tala um Rise of Fenris viðbótina).

  2. Avatar of Eidur S.

    Eidur S.

    Frábært 4x spil. Hver leikmaður spilar sem mismunandi þjóð sem keppist um að ná yfirráðum á leikborðinu. Þegar þú átt leik velur þú um eina af fjórum aðgerðum sem gætu leyft þér t.d. að auka kraft hers þíns eða nýta þér auðlyndir þínar, en þú mátt ekki nota sömu aðgerð næst þegar þú átt að gera. Hver þjóð er að einhverju leyti ólík og einnig spilar hver leikmaður með örlítið ólíkum aðgerðum í boði. Sumir geta þá átt auðveldara með að fjölga í hernum sínum eða komist yfir reiti sem aðrir geta ekki.

    Leikurinn endar þegar einhver leikmaður hefur náð sér í sex stjörnur og þá eru stigin talin. Þú getur fengið stjörnur á ýmsa vegu, t.d. ná fullum herstyrk, vinna orustur eða byggja allar byggingarnar þínar. Því eru margar leiðir til þess að vinna, jafnvel án þess að taka nokkru sinni orustu.

    Mjög gott og þungt spil fyrir þau kvöld sem maður vill fá að hugsa svo mikið að maður svitnar.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;