Resistance: Avalon

(1 umsögn viðskiptavinar)

4.590 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 5 til 10 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Don Eskridge

Availability: Uppseld

Vörunúmer: SPSS2-26192 Flokkur: Merki: , ,
Þú þarft að skrá þig inn til að geta skráð þig á biðlistann. Vinsamlegast skráðu þig inn eða búðu til aðgang

The Resistance: Avalon stillir upp hinum góðu og hinum illu í bardaga um framtíð siðmenningarinnar. Arthúr konungur er framtíð Bretlands, en á meðal hinna hugrökku stríðsmanna hans eru menn Mordreds. Þeir eru færri, en vita hverjir þeir eru og fara huldu höfði í hirð Arthúrs. Merlín veit líka hverjir þeir eru, en getur aðeins gefið lúmskar vísbendingar, því ef hinir illu uppgötva hver hann er, þá er úti um hið góða.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2018 Guldbrikken Best Parlor Game – Tilnefning
  • 2013 Guldbrikken Special Jury Prize – Sigurvegari
  • 2013 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning
Fjöldi púsla
Framleiðandi
Aldur

12 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

5, 6, 7, 8, 9, 10

1 umsögn um Resistance: Avalon

  1. Eidur S.

    Þægilegt blekkingarspil þar sem reglurnar eru ekki of flóknar. Góðir á móti vondum en þú veist ekki hverjir eru í hvaða liði. Í hverri umferð þarf einn leikmaður að velja með sér aðra leikmenn í samstarf. Hinir kjósa svo hvort þeir treysti þessari samsetningu leikmanna eða ekki. Ef vondir komast í gegn geta þeir skemmt fyrir sem gefur vondum stig, en þá vita allir að einhver vondur komst þarna í gegn.

    Gott spil sem er skemmtilegast í stórum hóp. Eini gallinn við spilið er að ef maður er að spila með einhverjum sem er með mjög gott minni getur verið aðeins of einfalt fyrir hann að rekja allar upplýsingarnar sem komnar eru upp á borðið og sjá nákvæmlega hverjir eru vondir. En blekkingarspil eru skemmtilegust þegar maður er ekki alveg 100% á því hverjir eru hvað.

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þér gæti einnig líkað við…

;
Shopping Cart