Velkomin í framtíðarheim Red rising, sem er byggður á bókaseríunni eftir Pierce Brown og fjallar um dystópískt samfélag sem hefur skipt sér í fjórtán stéttir. Þið eruð fulltrúar ætta sem reyna að rísa til valda með því að tína til sín fylgjendur (sem eru túlkaðir með spilum á hendi). Munt þú brjóta hlekki samfélagsins eða vinna með hinni drottnandi Gold ætt?
Red rising snýst um að stýra spilum á hendi (e. hand management), og spila út klókum samsetningum af spilum. Þú byrjar með 5 spil á hendi, og þegar þú átt leik leggur þú eitt þeirra á stað á borðinu og virkjar það. Því næst færð þú efsta spilið af öðrum stað (það spil snýr upp), eða úr stokknum (sem snýr á grúfu), færð kosti þess staðar og bætir spilinu á hendi — og bætir við þig stigum. Ef öll spilin á hendi eru góð, þá máttu draga efsta spilið úr stokknum og leggja það á stað til að virkja kosti staðarins.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar