Qwinto

(1 umsögn viðskiptavinar)

2.950 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 6 leikmenn
Spilatími: 15 mín.
Höfundur: Bernhard Lach, Uwe Rapp

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: NSV-4036 Flokkur: Merki: , , ,

Í Qwinto gera allir á saman tíma, og eru að reyna að fylla raðirnar á skorblaðinu sínu með hærri tölum, og hraðar, en hinir til að fá sem flest stig.

Í upphafi fær hver leikmaður sitt skorblað sem er með þremur lituðum röðum sem eru flest hringir (með nokkrum fimmhyrningum); raðirnar eru ekki allar eins, en saman eru fimm dálkar með einum fimmhyrningi í hverri.

Þegar þú átt leik, þá kastar þú 1-3 teningum sem eru í sama lit og raðirnar: appelsínugulur, gulur og fjóublár. Hver leikmaður má setja summu teningana í reit sem samsvarar lit eins teninganna sem kastað var. Tvær reglur eru um þetta:

  1. Allar tölur verða að hækka frá vinstri til hægri.
  2. Enga tölu má endurtaka í dálki.

Leikmaðurinn sem kastaði teningnum verður að skrifa summuna í einn dálk, eða merkja glatað kast á skorblaðið sitt. Aðrir leikmenn ráða hvort þeir nota summuna eða ekki.

Spilið heldur áfram þar til einn leikmaður er búinn að fylla tvær raðir á skorblaðinu sínu, eða einhver leikmaður er búinn að glata fjórum köstum. Þá eru stigin talin og leikmaðurinn með flest stig sigrar!

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2016 Spiel des Jahres – Meðmæli
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

1 umsögn um Qwinto

  1. Avatar of Eidur S.

    Eidur S.

    Þægilegt og einfalt teningaspil. Leikmenn skiptast á að skipta einum, tvem eða öllum þrem teningunum. Þú mátt kasta öllum teningunum einu sinni aftur ef þú vilt reyna að fá aðrar tölur. Annars tekur þú summu teningana og setur í röð sem samsvarar lit einhvers teningana sem þú kastaðir. Hver röð þarf að hafa tölur í hækkandi röð og ekki mega tvær eins tölur vera í sama dálk.

    Mér finnst spilið skemmtilegra en Yahtzee þar sem allir leikmenn mega nýta teningana sem sá sem er að gera kastar til að safna stigum. Ég held ég myndi einnig velja þennan leik yfir Qwixx frá sama framleiðanda .

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;