Power Grid: Recharged

(1 umsögn viðskiptavinar)

9.465 kr.

Aldur: 12 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 120 mín.
Höfundur: Friedemann Friese

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: SPSF2-POWERG Flokkur: Merki:
Skoðað: 60

Markmið Power Grid er að vera sá sem veitir flestum borgum rafmagn. Þið þurfið að kaupa ykkur inn á markað í nýjum borgum og vinna ný orkuver í uppboði. Þú þarft síðan að kaupa hráefni til að fá orku úr orkuverunum og þau gefa síðan borgunum rafmagn. Þú færð svo pening eftir því hversu margar borgir fengu rafmagn frá þér.

Í Power Grid er allt upp á borðum þannig að aðeins sá færasti vinnur. Bjóddu rétt í uppboðunum til að eiga nóg af pening fyrir hráefnum. Orkuverin verða síðan æ skilvirkari eftir því sem líður á leikinn. Eftir að búið er að tengja saman ákveðið margar borgir er það sá sem að nær að færa flestum borgum rafmagn sem vinnur, ekki sá sem á mestan pening eða flestar borgir.

Munurinn á þessari útgáfu (Power Grid: Recharged) og upprunalegu er ekki mikill, en mikilvægur:

  • Það er „1“ afsláttarmerkill sem fer á lægsta orkuverið. Það þýðir að það er alltaf með lægsta boð 1. Ef það er ekki keypt, þá er það tekin af borðinu í lok uppboðanna.
  • Orkuverin í byrjun eru ekki lengur fastar, og þú tekur burt fyrirfram ákveðna tölu af „lágum“ og „háum“ orkuverum fyrir 2,3, og 4 leikmenn, frekar en að fjarlægja 4 eða 8 orkuver af handahófi úr markaðnum.
  • Valkvæð aukaregla um upphafsborgir.
  • Kol eru alltaf í boði á bandaríska kortinu.
  • Smá breytingar á tengingum á bandaríska og þýska kortinu.
  • 2ja manna spili lýkur á 18 borgum byggðum í stað 21.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2020 Guldbrikken Best Adult Game – Tilnefning
  • 2011 Jocul Anului în România Best Game in Romanian – Úrslit
  • 2010 Nederlandse Spellenprijs – Sigurvegari
  • 2010 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Tilnefning
  • 2010 Gouden Ludo – Sigurvegari
  • 2009 Juego del Año – Úrslit
  • 2008 Ludoteca Ideale Official Selection – Sigurvegari
  • 2008 Lucca Games Best Game Mechanics
  • 2008 Lucca Games Best Boardgame
  • 2008 Hra roku – Tilnefning
  • 2007 Hra roku – Tilnefning
  • 2007 Gra Roku Game of the Year
  • 2005 Spiel des Jahres – Meðmæli
  • 2004 Tric Trac d’Argent
  • 2004 Meeples’ Choice Award
  • 2004 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player – Tilnefning

Þyngd 0,5 kg
Aldur
Útgefandi

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Fjöldi púsla

1 umsögn um Power Grid: Recharged

  1. Avatar of Vigdís Arna

    Vigdís Arna

    Skemmtilegt kænsku spil!
    Mæli með!

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;