Pandemic

(2 umsagnir viðskiptavina)

7.680 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 45 mín.
Höfundur: Matt Leacock

Á lager

Vörunúmer: SPSF4-PAND Flokkar: ,

Lýsing

Getið þið bjargað mannkyninu?

Pandemic er hörkuspennandi og skemmtilegt spil fyrir 2-4 leikmenn þar sem reynir á samstarfshæfni og útsjónarsemi.

Leikmannahópurinn setur sig í hlutverk sóttvarnarteymis, ferðast um heiminn og meðhöndlar og kemur í veg fyrir útbreiðslu hættulegra farsótta og faraldra. Nauðsynlegt er að vinna saman til að takast ætlunarverkið. Pandemic er samvinnuspil, leikmenn sigra eða tapa saman.

Klukkan tifar meðan þessar hættulegu plágur breiðast út sem farsóttir og faraldrar. Getið þið fundið allar fjórar lækningarnar í tíma? Örlög mannkynsins eru í ykkar höndum!

Pandemic er fyrsta spilið í Pandemic-línunni en spilin hafa m.a. hlotið verðlaun og viðurkenningar í Bandaríkjunum, Frakklandi og Ástralíu. Ekki er ofmælt að hróður þeirra hafi breiðst um heiminn eins og faraldur.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

 • 2015 Hungarian Board Game Award – Tilnefning
 • 2011 Ludoteca Ideale Official Selection – Sigurvegari
 • 2010 Australian Games Association Game of the Year
 • 2009 Vuoden Peli Adult Game of the Year – Tilnefning
 • 2009 Spiel des Jahres – Tilnefning
 • 2009 Spiel der Spiele Hit für Experten – Meðmæli
 • 2009 Nederlandse Spellenprijs – Tilnefning
 • 2009 Lys Passioné – Úrslit
 • 2009 JoTa Best Family Board Game – Tilnefning
 • 2009 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Tilnefning
 • 2009 Hra roku – Tilnefning
 • 2009 Gouden Ludo – Sigurvegari
 • 2009 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
 • 2009 Golden Geek Best Gamers’ Board Game – Tilnefning
 • 2009 Golden Geek Best Family Board Game – Sigurvegari
 • 2009 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning
 • 2009 Games Magazine Best New Family Game – Sigurvegari
 • 2009 Deutscher Spiele Preis Best Family/Adult Game – 3. sæti
 • 2009 Boardgames Australia Awards Best International Game – Sigurvegari
 • 2009 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
 • 2008 Tric Trac d’Argent
 • 2008 Meeples’ Choice Award
 • 2008 JoTa Best Cooperative Board Game – Sigurvegari
 • 2008 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player – Tilnefning
 • 2008 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning
 • 2008 Golden Geek Best Gamer’s Board Game – Tilnefning
 • 2008 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
 • 2008 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning
 • 2008 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning

 

Nánari upplýsingar

Aldur

8 ára og eldri

Fjöldi leikmanna

2, 3, 4

2 umsagnir um Pandemic

 1. Salóme Mist

  Pandemic er alveg frábært samvinnu-strategy spil og er klárlega mitt uppáhalds spil. Mér fannst góð tilbreyting að eignast spil sem gengur út á samvinnu en ekki samkeppni og svo er “þemað” áhugavert (útbreiðsla farsótta á jörðinni). Búin að eiga það núna í hálft ár og finnst það ennþá jafn fáránlega skemmtilegt.
  Síðan er hægt að bæta við það aukapökkunum “On the Brink” og “In the Lab”sem ég ætla klárlega að gera einhver tímann.

 2. Unnur Ýr Konráðsdóttir

  Virkilega skemmtilegt samvinnuspil. Gaman að geta ákveðið erfiðleikastig spilsins og spilað mismunandi karaktera sem allir hafa sína eigin hæfileika.
  Hægt að fá viðbætur sem gera spilið enn meira spennandi.

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.