Pandemic Legacy: Season 1

(2 umsagnir viðskiptavina)

12.820 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 60 mín.
Höfundur: Rob Daviau, Matt Leacock

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: SPSF4-71171 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 80

Pandemig Legacy er samvinnuspil sem er með innbyggða sögu sem spannar 12-24 spilanir, eftir því hve vel hópnum þínum gengur í spilinu. Í upphafi er spilið alveg eins og venjulegt Pandemic, þar sem þið eruð hópur sérfræðinga sem er að ráða niðurlögum farsótta sem geysa um heiminn í kapp við tímann áður en farsóttirnar verða óviðráðanlegar.

Þegar þú átt leik eru fjórar aðgerðir í boði, að ferðast um heiminn á mismunandi hátt (stundum þarf að setja spil í frákastið til að komast á staðinn), byggja byggingar eins og til dæmis rannsóknarstöð, lækna sjúklinga (taka einn kubb af borðinu; ef allir kubbarnir af einum lit eru horfnir af borðinu hefur ykkur tekist að uppræta þann sjúkdóm), skiptast á spilum við aðra leikmenn, eða finna lækningu við einhverjum sjúkdómi (þá þarf að nota fimm spil af sama lit þegar maður er í rannsóknarstöð). Hver leikmaður er með sérstakt hlutverk með einstökum hæfileikum.

Þegar leikmaður er búinn að gera, þá eru dregin tvö spil. Þessi spil geta verið farsóttarspil, sem setja fleiri sjúkdómakubba á borðið, sem geta svo leitt til farsótta sem dreifa sjúkdómnum enn víðar. Farsóttir auka líka á óttann í borgunum, sem gerir dýrara að ferðast til þeirra.

Í hverjum mánuði í spilinu, fáið þið tvö tækifæri til að ná markmiðum mánaðarins. Ef það tekst, þá sigrið þið og farið samstundis í næsta mánuð. Ef ykkur misstekst, þá fáið þið eitt annað tækifæri, og fáið aukafjárveitingu með góðum viðburðaspilum.

Í hverjum mánuði eru kynntar til sögunnar nýjar reglur og  íhlutir. Sumt af því neyðir ykkur til að taka ákvarðanir sem breyta spilinu til frambúðar; þar með talið að skrifa á spil, rífa spil, og líma límmiða á hluti. Persónurnar ykkar fá líka nýja hæfileika, eða kvilla sem hefta. Það er hægt að missa persónu alveg úr spilinu, svo hún er aldrei með aftur.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2016 SXSW Tabletop Game of the Year – Sigurvegari
  • 2016 Kennerspiel des Jahres – Tilnefning
  • 2016 International Gamers Award – General Strategy: Multi-player – Tilnefning
  • 2016 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
  • 2016 Goblin Magnifico – Tilnefning
  • 2016 Dragon Awards Best Science Fiction or Fantasy Board Game – Sigurvegari
  • 2016 Diana Jones Award for Excellence in Gaming – Tilnefning
  • 2016 As d’Or – Jeu de l’Année Expert – Sigurvegari
  • 2015 Meeples’ Choice – Tilnefning
  • 2015 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
  • 2015 Golden Geek Board Game of the Year – Sigurvegari
  • 2015 Golden Geek Best Thematic Board Game – Sigurvegari
  • 2015 Golden Geek Best Strategy Board Game – Sigurvegari
  • 2015 Golden Geek Best Innovative Board Game – Sigurvegari
  • 2015 Cardboard Republic Immersionist Laurel – Sigurvegari
Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Útgefandi

Vörumerki

Seríur

Fjöldi púsla

2 umsagnir um Pandemic Legacy: Season 1

  1. Avatar of Þorri

    Þorri

    Hands down eitt skemmtilegasta spil sem ég hef spilað. Það er ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif á leikinn þegar ákvarðanir sem maður tekur breyta spilinu til framtíðar. Stundum var spennan næstum óbærileg, þegar við vorum að velja einn leik fram yfir annan. Þetta er svolítið eins og að horfa á sjónvarpsþátt saman. Það er alveg hægt að koma inn í hann, en skemmtilegast að vera með frá upphafi.

  2. Avatar of Salóme Mist Kristjánsdóttir

    Salóme Mist Kristjánsdóttir

    Pandemic Legacy spilin eru besta skemmtun sem ég veit! Season 1 er annað besta spil í heimi samkvæmt notendum bgg.com sem er stærsta bordspilavefsíðnan/samfélagið. Spilið er svolítið eins og framhaldssaga sem þú spilar í gegnum einu sinni og svo ertu búinn með spilið. Sagan endist í ca 13-24 spilanir (fer eftir því hversu vel ykkur gengur). Spilið breytist og þróast með hverri spilun. Einhverjum hlutum þarf að eyða og aðrir bætast við. Spilaborðið breytist og sagan mun gjörsamlega slá ykkur út af laginu á köflum. Frábær skemmtun. Ég er búin að spila mig í gegnum tvö eintök með mismunandi hópum og hefði ekkert á móti því að taka þetta í þriðja sinn!

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;