Pandemic (íslenskt)

(7 umsagnir viðskiptavina)

7.980 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 45 mín.
Höfundur: Matt Leacock

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSF4-496055 Flokkur: Merki: , , ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 118

Getið þið bjargað mannkyninu?

Pandemic er hörkuspennandi og skemmtilegt spil fyrir 2-4 leikmenn þar sem reynir á samstarfshæfni og útsjónarsemi.

Leikmannahópurinn setur sig í hlutverk sóttvarnarteymis, ferðast um heiminn og meðhöndlar og kemur í veg fyrir útbreiðslu hættulegra farsótta og faraldra. Nauðsynlegt er að vinna saman til að takast ætlunarverkið. Pandemic er samvinnuspil, leikmenn sigra eða tapa saman.

Klukkan tifar meðan þessar hættulegu plágur breiðast út sem farsóttir og faraldrar. Getið þið fundið allar fjórar lækningarnar í tíma? Örlög mannkynsins eru í ykkar höndum!

Pandemic er fyrsta spilið í Pandemic-línunni en spilin hafa m.a. hlotið verðlaun og viðurkenningar í Bandaríkjunum, Frakklandi og Ástralíu. Ekki er ofmælt að hróður þeirra hafi breiðst um heiminn eins og faraldur.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2015 Hungarian Board Game Award – Tilnefning
  • 2011 Ludoteca Ideale Official Selection – Sigurvegari
  • 2010 Australian Games Association Game of the Year
  • 2009 Vuoden Peli Adult Game of the Year – Tilnefning
  • 2009 Spiel des Jahres – Tilnefning
  • 2009 Spiel der Spiele Hit für Experten – Meðmæli
  • 2009 Nederlandse Spellenprijs – Tilnefning
  • 2009 Lys Passioné – Úrslit
  • 2009 JoTa Best Family Board Game – Tilnefning
  • 2009 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Tilnefning
  • 2009 Hra roku – Tilnefning
  • 2009 Gouden Ludo – Sigurvegari
  • 2009 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
  • 2009 Golden Geek Best Gamers’ Board Game – Tilnefning
  • 2009 Golden Geek Best Family Board Game – Sigurvegari
  • 2009 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning
  • 2009 Games Magazine Best New Family Game – Sigurvegari
  • 2009 Deutscher Spiele Preis Best Family/Adult Game – 3. sæti
  • 2009 Boardgames Australia Awards Best International Game – Sigurvegari
  • 2009 As d’Or – Jeu de l’Année – Tilnefning
  • 2008 Tric Trac d’Argent
  • 2008 Meeples’ Choice Award
  • 2008 JoTa Best Cooperative Board Game – Sigurvegari
  • 2008 International Gamers Awards – General Strategy; Multi-player – Tilnefning
  • 2008 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning
  • 2008 Golden Geek Best Gamer’s Board Game – Tilnefning
  • 2008 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
  • 2008 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning
  • 2008 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Útgefandi

,

Vörumerki

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Seríur

Fjöldi púsla

7 umsagnir um Pandemic (íslenskt)

  1. Avatar of Þorri

    Þorri

    Við vorum lengi efins um samvinnuspil í fjölskyldunni, en prófuðum Pandemic því við vorum byrjuð að heyra marga góða hluti um það. Í stuttu máli, þá sáum við ekki eftir því. Það er merkilega skemmtilegt að vera öll saman að plotta gegn spilinu og pæla í næstu aðgerðum. Stundum spilað nokkru sinnum í röð. Sérstaklega þegar illa gengur :)

  2. Avatar of Hildur H

    Hildur H

    Skyldum ekki alveg hvernig það virkaði þegar að við prufuðum það fyrst og fékk það því að vera inni í spilaskáp í alltof langan tíma. Þegar við svo loksins ákváðum að prufa aftur, þá var ekki aftur snúið, virkilega skemmtilegt samvinnuspil og ekkert alltaf auðvelt að vinna spilið sjálft.

  3. Avatar of Diskódís

    Diskódís

    Við erum hundvanir spilasjúklingar í fjölskyldunni og elskum strategísk spil (og teljum okkur með ágætis IQ), en hljótum að vera svona agalega heimsk því við höfum reynt nokkrum sinnum og aldrei náð að vinna það. Ég hef legið yfir youtube videoum og google að reyna að leysa það hvernig á að spila það en árangurslaust. Hef gefist upp. En fyrir fólk sem nær þessu þá virðist þetta vera dásamlegt spil, mín fjölskylda er ekki í þeim hópi. Sárgrætilegt.

  4. Avatar of Sigurlaug

    Sigurlaug

    Mjög skemmtilegt samvinnuspil. Hægt að aðlaga aðeins erfiðleikastigið og velja sér persónur með mismunandi hæfileika. Reynir á strategíu og útsjónasemi og hugsa nokkra leiki fram í tímann.

  5. Avatar of Hafdis karlsdottir

    Hafdis karlsdottir

    Samvinnuspil sem er afar skemmtilegt og tekur bara 30 til 40 min EN maður fljótlega óskar að hafa keypt stærri útgáfu spilsins. Þetta er dáldið einfalt til lengdar

  6. Avatar of Óskar Örn

    Óskar Örn

    Frábært samvinnuspil.
    Hef heyrt fólk segja að erfitt sé að komast inn í regluverkið. Við höfðum spilað Forbidden Island margoft áður en við prófuðum þetta og það hjálpaði talsvert. Ýmislegt svipað við útfærsluna þó Pandemic sé auðvitað flóknara.
    Mjög gaman að vinna saman við að reyna að vinna spilið. Vel hægt að spila með krökkum niður í kannski 10 ára því þeir sem eldri eru geta auðvitað stýrt skútunni svolítið þó allir séu með.
    Svo er þetta auðvitað sérstaklega viðeigandi 2020-spil…

  7. Avatar of Stefán Ingvar Vigfússon

    Stefán Ingvar Vigfússon

    Rosa gott samvinnuspil sem er einstaklega gaman að spila í þessu árferði, þýðingin er ekki nógu hinsvegar. Það er eiginlega jafn gaman að vinna þetta spil og að tapa í því.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;