Ohanami

3.290 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2 til 4 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Steffen Benndorf

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: NSV-4079 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 32

Ohanami er spilað með 120 spilum sem eru númeruð frá 1-120, þar sem hvert spil er í einni af fjórum sortum. Spilaðar eru þrjár umferðir, þar sem leikmenn draga sér spil og láta þau svo ganga. Í lok hverrar umferðar eru stig talin, og svo bónusstig í lok spilsins.

Í upphafi umferðar fá leikmenn 10 spil á hendi. Hver leikmaður velur tvö spil og lætur restina ganga til vinstri. Allir leikmenn sýna spilin sín á sama tíma og mega ráða hvort þeir noti þau í einn af þremur dálkum sem hver má setja saman. Þegar þú byrjar á dálki máttu nota hvaða spil sem er, en eftir það máttu aðeins setja spil fyrir ofan eða neðan, og verða þá spilin að vera hærri eða lægri en talan sem fyrir er. Spil sem ekki eru notuð fara í frákast.

Þetta er gert aftur og aftur þar til öllum spilunum hefur verið spilað út. Þá er umferðinni lokið og hver leikmaður fær 3 stig fyrir hvert blátt spil sem er í hans dálkum.

Þá fá leikmenn önnur 10 spil á hendi fyrir aðra umferð. Nú eru spilin látin ganga til hægri. Í lok annarrar umferðar eru gefin 3 stig fyrir bláu spilin og fjögur stig fyrir grænu spilin.

Í þriðju umferð eru 10 spil gefin aftur, og nú látin ganga aftur til vinstri. Við lok þriðju umferðar eru aftur gefin stig fyrir bláu og grænu spilin, og að auki 7 stig fyrir gráu spilin. Að lokum eru svo gefin stighækkandi stig fyrir bleiku spilin eftir fjölda: eitt spil = 1 stig, tvö spil = 3 stig, þrjú spil = 6 stig , o.s.frv.

Leikmaðurinn sem fær flest stig sigrar!

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Ohanami”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;