Mysterium

(10 umsagnir viðskiptavina)

7.230 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2-7 leikmenn
Spilatími: 42 mín.
Höfundur: Oleksandr Nevskiy, Oleg Sidorenko

* Uppselt *

Vörunúmer: SPSF6-29564 Flokkur: Merki: , ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 126

spilavinir reglur a netinuÁrið 1922 bauð Mr. MacDowel, þekktur stjörnufræðingur, hóp miðla til sín í von um að leysa ráðgátuna um hvað raunverulega gerðist í sveitasetrinu sínu í Skotlandi. Leikmenn hafa 7 klukkustundir til að túlka sýnir frá draug sem vonast til að muna hver það var sem myrti hann, hvar hann dó og hvernig hann var myrtur.

Þetta er samvinnuspil þar sem leikmenn eru miðlar en einn leikmaður er í hlutverki draugsins. Draugurinn lætur leikmenn hafa falleg spil sem þeir þurfa svo að túlka rétt. Mysterium er þannig líkt bæði Clue og Dixit.

Spilið inniheldur 192 gullfalleg spil sem skiptast niður í fólk, hluti, staði í húsinu og svo draumsýnir sem draugurinn notar til að koma einhverju á framfæri. Því draugurinn sjálfur má ekkert tala. Hann verður að tala með spilunum og vona að miðlarnir túlki rétt það sem hann er að segja.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2019 Gioco dell’Anno – Tilnefning
    2017 MinD-Spielepreis Complex Game – Tilnefning
    2017 Hungarian Board Game Award – Tilnefning
    2017 Hra roku – Úrslit
    2016 Lys Grand Public – Sigurvegari
    2016 Juego del Año – Meðmæli
    2016 Hra roku – Úrslit
    2016 Graf Ludo Best Family Game Graphics – Sigurvegari
    2016 As d’Or – Jeu de l’Année – Sigurvegari
    2015 Tric Trac d’Argent – Sigurvegari
    2015 Jocul Anului în România Beginners – Úrslit
    2015 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Sigurvegari
    2015 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
    2015 Golden Geek Board Game of the Year – Tilnefning
    2015 Golden Geek Best Thematic Board Game – Tilnefning
    2015 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning
    2015 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
    2015 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Sigurvegari

 

 

 

Aldur

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , , , ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Útgáfuár

Útgefandi

Fjöldi púsla

10 umsagnir um Mysterium

  1. Avatar of Sigurjón Magnússon

    Sigurjón Magnússon

    Virkilega skemmtilegt spil, ratar reglulega á fölskyldu spilakvöldum hjá mér

  2. Avatar of Sigurlaug

    Sigurlaug

    Mjög skemmtilegt spil í anda Dixit

  3. Avatar of Matthew Haynsen

    Matthew Haynsen

    Far from my favorite deduction game. It incorporates Dixit like art cards to try to identify a murderer. The game has very limited strategy and isn’t thematic at all.

  4. Avatar of Linda Björg Guðmundsdóttir

    Linda Björg Guðmundsdóttir

    Fínt partíspil fyrir þá sem vilja spjalla meðan þeir spila eða eru kannski ekki alveg jafn staðfastir spilarar. Samvinnuspil í anda dixit. Ágætt upphitunarspil.

  5. Avatar of Lilja Dögg

    Lilja Dögg

    Elska þetta spil. Það er ein manneskja sem spilar sem draugurinn og hún reynir að finna myndir sem að hjálpar hinum spilurunum að finna út hver morðingin er og ýmsar aðrar upplýsingar. Skemmtilegt spil fyrir þá sem vilja hjálpast að með spil frekar en að spila á móti hvor öðrum.

  6. Avatar of Sigurlaug

    Sigurlaug

    Ótrúlega skemmtilegt samvinnuspil. Reynir á ímyndunarafl leikmanna og að reyna að komast inn í hausinn á þeim sem tekur að sér hlutverk draugsins og getur eingöngu tjáð sig með myndum.

  7. Avatar of Hafdis karlsdottir

    Hafdis karlsdottir

    Hryllilega skemmtilegt. Getur spilað tónlist í stíl við leikinn sem maður finnur á youtube. Þetta er svipaður leikur og dixit bara flóknara. Það er unnið saman alveg þangað til í lokin og það eru fallegar myndir.

  8. Avatar of Eidur S.

    Eidur S.

    Ekki fyrir alla. Einn leikmaður spilar draug sem lætur hina leikmennina fá sýnir til þess að koma þeim nær því að leysa morðgátu. Draugurinn má ekki tala á meðan leik stendur. Til að gefa leikmanni sýn réttir draugurinn leikmanni myndskreytt spil af hendi sinni sem er tengt einhverju spili á borðinu sem tengist þá annaðhvort geranda, stað eða morðvopni. Leikmaðurinn þarf þá að giska á hvaða spil draugurinn er að reyna að tengja hann við.

    Þetta er ekki djúpasta spilið, en ef maður setur sig inn í þemað með tónlist og helst talar bara við drauginn með því að ríma verður hvert spil mjög góð skemmtun. Myndskreytingarnar eru líka æðislegar og mættu margar myndirnar eiga heima upp á vegg.

  9. Avatar of Kristinn Pálsson

    Kristinn Pálsson (staðfestur eigandi)

    Spil sem er morðgáta en í anda Dixit. Flottar myndir og skemmtilegt þema. Skemmtilegt að setjast niður í rétta umhverfið og stemmninguna, kertaljós og Mysterium playlista á Spotify. Ókostur er að það þarf fína birtu til þess að skoða spilin og greina vísbendingar.
    Þægilegt spil fyrir alla, ekki mjög djúpt og því ekki flókið.
    Helsti ókosturinn er að einn er sögumaður heilt spil og ólíklegt að sömu kvöldstund fái allir spilarar að prufa hlutverk.
    Mjög vel heppnað, fínt partýspil.

  10. Avatar of SolviKaaber

    SolviKaaber

    Þetta er gott samvinnuspil en mér fannst uppsetningin taka of langann tíma og of mikið pláss. Mysterium Park er eiginlega sama spilið í minni kassa og tekur styttri tíma, mæli eindregið með því.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;